fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Kynning

Nesdekk: Öryggi bílsins hvílir á lófastórum bletti

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 15. nóvember 2019 16:00

Gestur Árskóg þjónustustjóri atvinnubíla í Breiðhöfða hefur margra áratuga reynslu í að þjónusta stærstu bílana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú í vetrarbyrjun gera ábyrgir ökumenn bílinn sinn kláran fyrir vetraraksturinn og komandi umhleypinga. Þá er lykilatriði að velja réttu dekkin og því eru réttu ráðin nauðsynleg. Nesdekk rekur nú sex hjólbarðaverkstæði á landinu og veita starfsmenn viðskiptavinum upplýsta ráðgjöf um hvers konar dekk henta hverri bifreið fyrir sig.

Fagmennska hjá Nesdekk

Að sögn Gests Árskóg, þjónustustjóra hjá Nesdekk að Breiðhöfða 13, er mikil áhersla lögð á faglega ráðgjöf til viðskiptavina hjá fyrirtækinu. „Það er viðurkennd staðreynd að dekkin hafa heilmikið að segja um aksturseiginleika bílsins. Við val á réttum dekkjum er til margs að líta. Það sem hentar einum viðskiptavini, hentar kannski alls ekki þeim næsta. Bílar og notkun þeirra er oft mismunandi, sem og aksturslag ökumanna. Við hjá Nesdekk göngum út frá því að mikilvægt sé að hver og einn fái þau dekk sem henti hans eða hennar aðstæðum, hvort sem það er vinnutengt eða lúti að heimilisreksri. Við kappkostum að hjá fyrirtækinu séu fagmenn að störfum sem geta veitt viðskiptavinum bestu ráð um dekkjaval.“

Nesdekk að Breiðhöfða 13 er miðsvæðis og með þægilega aðkomu fyrir stóra sem smáa.

Nesdekk á 6 stöðum á landinu

Nú eru sex hjólbarðaverkstæði rekin undir merkjum Nesdekk á landinu: Breiðhöfða 13, Fiskislóð 30, Grjóthálsi 10, Lyngási 8 Garðabæ, Njarðarbraut 9 Reykjanesbæ og nýjasti meðlimur Nesdekk-keðjunnar er að Njarðarnesi 1 á Akureyri.

Nýjasta Nesdekk verkstæðið er að Njarðarnesi 1 á Akureyri.

„Hjólbarðaverkstæðið að Breiðhöfða 13 er stærsta og fullkomnasta verkstæði landsins. Það er sérhannað fyrir starfsemina, með tækjabúnaði og aðstöðu til að veita bílum af öllum stærðum fyrsta flokks hjólbarðaþjónustu,“ segir Gestur og nefnir meðal annars niðurgrafnar lyftur og snertilausar umfelgunarvélar. „Þá býður hönnunin upp á þá nýjung að hópferða- og vöruflutningabílar geta keyrt í gegnum verkstæðið, sem er mun þægilegra fyrir bæði viðskiptavinina sem og starfsmenn okkar,“ segir Gestur.

Stærstu flutningabílarnir geta keyrt beint í gegn á verkstæðinu á Breiðhöfða.

Öryggið hvílir á lófastórum bletti

Að sögn Gests hefur þróunin í dekkjaframleiðslu verið mikil undanfarin ár og mætti jafnvel tala um byltingu hvað varðar gúmmíblöndur, gæðaeftirlit og áherslur á öryggi. „Allir bíleigendur ættu að gera sér grein fyrir því að snertiflötur dekkjanna, sem er í raun aðeins lófastór blettur, getur skipt svo ótrúlega miklu máli þegar mest mæðir á í umferðinni. Sérstaklega er þetta áríðandi yfir veturinn þar sem von er á versta veðrinu; ís, snjó, krapa og slyddu. En allt þetta og meira til þarf dekkið að kljást við og það kannski á einum og sama deginum, eins og á Íslandi. Þess vegna er nauðsynlegt að þekkja inn á eiginleika dekkjanna.“

 

Mikið dekkjaval hjá Nesdekk

„Öll Nesdekk-verkstæðin eiga það sameignlegt að veita bíleigendum fyrsta flokks þjónustu og bjóða upp á  einhverja breiðustu línu af hjólbörðum sem völ er á.“

Nesdekk að Breiðhöfða 13 er stærsta og fullkomnast hjólbarðaverkstæði landsins.

Hjá Nesdekk finnur þú hjólbarða frá þekktustu framleiðendum í heimi s.s. TOYO, PIRELLI, BFGOODRICH, MAXXIS, INTERSTATE og DOUBLE COIN vörubíladekk ásamt fjölmörgum öðrum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
08.11.2024

Frumsýna Audi Q6 á morgun – Kaflaskil í hönnun rafbílsins vinsæla

Frumsýna Audi Q6 á morgun – Kaflaskil í hönnun rafbílsins vinsæla
Kynning
06.11.2024

TIME útnefnir ökumannsskilningskerfi Volvo EX90 eina af bestu uppfinningum ársins 2024

TIME útnefnir ökumannsskilningskerfi Volvo EX90 eina af bestu uppfinningum ársins 2024
Kynning
18.06.2024

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn
Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær