Föstudagur 17.janúar 2020
Kynning

Rúmföt.is – Hágæða lúxusrúmföt

Kynning
Hildur Hlín Jónsdóttir
Föstudaginn 1. nóvember 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmföt.is er rúmfatabúð sem sérhæfir sig í vönduðum og góðum rúmfötum.

Það má segja að Rúmföt.is sé arftaki Versins og Fatabúðarinnar að einhverju leyti. „Þegar þessar tvær rúmfatabúðir hættu starfsemi var erfitt fyrir fólk að fá gæða rúmföt á Íslandi,“ segir Björn Þór Heiðdal verslunarstjóri.

Rúmföt.is leggur áherslu á ítölsk lúxusrúmföt og hágæða damask- og satínrúmföt frá færustu vefurum Evrópu og Asíu. Búðin var opnuð fyrir einu ári við Nýbýlaveg 28. Þar á undan voru þessar vörur seldar hjá Þvottahúsi A. Smith. En plássið þar var orðið of lítið og þess vegna var ákveðið að stækka og auka vöruúrvalið.

Vinsælar nýjungar

„Við vorum að fá hágæða silkikoddaver í nokkrum litum,“ segir Björn. Þessi koddaver hafa verið mjög vinsæl og þess má geta þess að fyrsta sendingin seldist upp á aðeins nokkrum dögum. Auk nýju koddaveranna bætast við önnur úr þykkara silki sem og fleiri litir.

 

Ítölsk rúmföt saumuð á Íslandi
Rúmföt.is hefur verið að framleiða ítölsk rúmföt sem eru saumuð hér á landi. „Efnið kemur frá Ítalíu og Magga saumakona saumar síðan allir gerðir og stærðir af æðislegu satíni og damaski,“ segir Björn. En Magga saumaði m.a. fyrir Fatabúðina hér í gamla daga.

Að lokum skýtur Björn inn í: „Ég verð að minnast á 600 þráða satínið okkar sem er til í 28 litum. Alveg geggjað efni sem er alveg ótrúlega mjúkt að sofa undir þó ég segi sjálfur frá.“ Þess má líka geta að Rúmföt.is er einnig með  vönduð rúmföt úr damaski og krumpufríu satíni.

Fagna 1 árs afmæli

„Rúmföt.is fagnar þessa dagana eins árs afmæli og bjóðum við, í tilefni þess, 50% afslátt af 300 þráða einlitu satíni og 20% afslátt af ýmsu öðru í búðinni.  Einnig bjóðum við upp á ítalskt lúxussúkkulaði meðan birgðir endast.“

Best er að koma í búðina við Nýbýlaveg 28.

Einnig má finna upplýsingar um okkur á www.rumfot.is eða í síma 565-1025.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 vikum

Hágæða gluggatjöld frá Bólstraranum

Hágæða gluggatjöld frá Bólstraranum
Kynning
Fyrir 2 vikum

Baðverk.is: Baðherbergið er heilsulind fjölskyldunnar

Baðverk.is: Baðherbergið er heilsulind fjölskyldunnar
Kynning
Fyrir 3 vikum
Dýrin um áramót
Kynning
Fyrir 4 vikum

Hús og mál: Þú þarft ekki að leita lengra!

Hús og mál: Þú þarft ekki að leita lengra!
Kynning
Fyrir 4 vikum

Landi: Framúrskarandi herrailmur úr jurtum sem vaxa í náttúru Íslands

Landi: Framúrskarandi herrailmur úr jurtum sem vaxa í náttúru Íslands