fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2019
Kynning

Lausnir í öryggismálum

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 26. október 2019 12:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nortek er ört vaxandi fyrirtæki á Íslandi sem sérhæfir sig í öryggiskerfum sem henta bæði heimilum og fyrirtækjum. Það er dreifingaraðili Ajax-snjallöryggiskerfis, sem er eitt snjallasta og notendavænsta öryggiskerfið sem til er í dag og er margverðlaunað í Evrópu. Kerfin eru stillt með snjalltækjum notenda og auðvelt er að vakta kerfin með snjallsímaforriti og eða símhringingum.

Ekkert mánaðargjald

Sérstaða Ajax-öryggiskerfisins felst ekki aðeins í snjalltækninni, heldur því að viðskiptavinir kaupa kerfið og eiga það og greiða því ekkert mánaðargjald, það er því fljótt að borga sig upp. Notandinn setur kerfið upp sjálfur og hefur fulla yfirsýn yfir virkni þess. Viðkomandi er ekki háður viðbrögðum annarra aðila ef eitthvað kemur upp á í kerfinu. Eigandinn og þeir sem hann hefur veitt aðgang að kerfinu fá skilaboð í gegnum appið eða SMS og hann metur hvað hann gerir við þær upplýsingar. Þannig koma engar síðbúnar rukkanir vegna falskra útkalla umsjónaraðila.

Kisu er óhætt

Margir velta fyrir sér hvort gæludýr heimilisins eða ryksuguróbótinn muni sífellt vera að setja hreyfiskynjarana innandyra í gang. En Ajax-kerfið notar stafrænt reiknirit til að greina hreyfingu manna. Svo lengi sem gæludýrin og ryksugan eru minni en 50 sentimetrar og 20 kíló ættu þau ekki að setja Ajax-skynjara í gang.

Fyrirbyggjandi aðgerðir

Kerfið er vinsælt bæði fyrir fyrirtæki, íbúðarhús og sumarbústaði enda er öryggi í því að geta fylgst með húseignum þegar eigendur eru ekki á staðnum. Hreyfiskynjari úti getur numið óeðlilegar mannaferðir og látið eiganda vita samstundis. Þá fær hann skilaboð og getur athugað hvað sé á seyði í gegnum eftirlitsmyndavélarnar. Hægt er að velja um hvort hávær sírena fari í gang til að fæla viðkomandi á brott eða að eigandi hringi beint á lögreglu. Sú ákvörðun er algjörlega í höndum eigandans. Það er líka mögulegt að tengja kerfið þannig að ljós kvikni inni eða að útvarp fari í gang til að láta líta út eins og einhver sé staddur í húsinu. Á þennan hátt er ekki aðeins lát vita ef brotist hefur verið inn, heldur er oft hægt að koma í veg fyrir að innbrotið sé framið.

Allsherjar öryggi

Kerfið snýr ekki aðeins að hættu á innbrotum heldur annars konar öryggi eins og reykskynjurum og vatnsskynjurum. Þráðlaus reykskynjari með hitanema mælir stöðugt bæði hita og reyk í rýminu og lætur vita um leið og hitastig rýmisins rís hratt. Þráðlaus vatnsskynjari nemur fyrstu merki um leka á aðeins nokkrum millisekúndum. Hentar vel til að setja undir vaska og hjá þvottavélum. Í upphafi er keypt svokölluð grunneining sem hægt er að bæta við eins mörgum skynjurum og viðkomandi vill.

Hentar þetta mér?

Ajax-öryggiskerfin verða sífellt vinsælli hjá almenningi sem vill tryggja eignir sínar og öryggi heimilisins en hafa um leið fullkomna stjórn á sínu eigin kerfi. Á heimasíðu Nortek er hægt að kynna sér kerfin nánar, bæði tæknina, verð og fá hugmyndir um hversu margir skynjarar myndu henta þinni eign.

Nortek Eirhöfða 18, 110 Reykjavík og Hjalteyrargata 6, 600 Akureryri

Vefsíða: ajax.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

FORSALAN HAFIN: GLÆNÝR PEUGEOT 208 BENSÍN og e-208 RAFBÍLL MEÐ 340 KM DRÆGNI

FORSALAN HAFIN: GLÆNÝR PEUGEOT 208 BENSÍN og e-208 RAFBÍLL MEÐ 340 KM DRÆGNI
Kynning
Fyrir 1 viku

Rúmföt.is – Hágæða lúxusrúmföt

Rúmföt.is – Hágæða lúxusrúmföt
Kynning
Fyrir 2 vikum

Atómstöðin – endurlit, frumsýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins föstudaginn 1. nóvember 

Atómstöðin – endurlit, frumsýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins föstudaginn 1. nóvember 
Kynning
Fyrir 2 vikum

Uniconta – bókhaldskerfið sem allir eru að tala um

Uniconta – bókhaldskerfið sem allir eru að tala um
Kynning
Fyrir 2 vikum

Vöruvernd: Er með lausnina fyrir þig og þitt fyrirtæki

Vöruvernd: Er með lausnina fyrir þig og þitt fyrirtæki
Kynning
Fyrir 3 vikum

Tennis er skemmtileg hreyfing!

Tennis er skemmtileg hreyfing!
Kynning
Fyrir 3 vikum

Þjóðleg og falleg ljós frá HER Design í jólapakkann

Þjóðleg og falleg ljós frá HER Design í jólapakkann