Fimmtudagur 27.febrúar 2020
Kynning

Smitaðist af ökuþórabakteríunni eftir eitt skipti í ökuherminum

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 18. október 2019 10:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ófáir eiga sér þann langþráða draum að finna adrenalínið streyma um æðarnar við það að aka alvöru Formúlu 1-kappakstursbíl. GT Akademían (GTA) býr yfir átta ökuhermum í hæsta gæðaflokki þar sem menn komast ótrúlega nálægt því að upplifa þennan draum, sem er kannski ekki svo óraunhæfur í dag. Það verður líka að segjast að það er furðu auðvelt að smitast af ökuþórsbakteríunni þegar maður er sestur í mjúkt leðursætið, hanskaklæddar hendurnar grípa um stýrið, akandi um á ógnarhraða eftir einhverri af frægustu kappakstursbrautum heims. Þetta getur greinarhöfundur fullyrt eftir að hafa fengið að þenja vélina í einum af ökuhermum GTA. Þetta er klárlega fyrir alla, líka þá sem segjast engan áhuga hafa á bílum eða kappakstri!

Ógleymanleg reynsla

„Að keyra í ökuhermunum okkar er það allra næsta sem þú kemst því að keyra alvöru kappakstursbíl á ekta kappakstursbraut. Þrír stórir skjáir eru í kringum ökumanninn sem situr í sérstökum stól með hreyfibúnaði. Stóllinn svarar því sem er að gerast í bílnum á brautinni. Stóllinn færist upp, niður og hallar þegar ökumaðurinn stýrir bílnum. Ökumaðurinn finnur bókstaflega fyrir yfirborði vegar og þeim kröftum sem virka á bílinn. Einnig fer sætið til hliðar ef bíllinn missir grip og þú finnur í stýrinu ef bíllinn læsir dekkjunum. Að auki færðu heyrnartól þar sem þú heyrir vélarhljóðið í bílnum í rauntíma sem gerir þessa reynslu ógleymanlega,“ segir Hinrik Haraldsson hjá GTA.

Spennandi nýjungar!

Það eru spennandi tímar framundan hjá GTA. „Í samstarfi við Hliðskjálf VR-Lab erum við að þróa þjónustu með Oculus Rift sýndarveruleikagleraugum sem eru vinsælustu sýndarveruleikagleraugun á markaðnum í dag. Gleraugun má leigja og nota á staðnum og eru ótrúlega spennandi kostur á ýmsum sviðum, hvort sem er í atvinnugeiranum eða í leikjaheiminum. Þá bjóðum við t.d. arkitektum og myndlistarmönnum að nota gleraugun til þess að vinna í ýmiss konar þrívíddarforritum við að hanna byggingar og móta listaverk bæði í tví- og þrívídd. Hliðskjálf VR-Lab er að fara af stað með fimm vikna myndlistarnámskeið í samstarfi við Myndlistarskóla Reykjavíkur. Þá mæta hér sex nemendur í fylgd kennara sem kennir krökkunum í sýndarveruleikanum. Þau fá að prófa ýmsar aðferðir við að búa til listaverk. Þá geta þau málað, teiknað, mótað og margt fleira. Svo er hægt að prenta út tvívíðu verkin í venjulegum tölvuprentara, og fyrir þá sem hafa aðgang að þrívíddarprentara er hægt að fá skrána á tölvutæku formi.“

 

Enn raunverulegri hermikappakstur

„Í augnablikinu erum við að skoða möguleikann á því að tengja gleraugun við ökuhermana og bjóða þannig gestum upp á enn raunverulegri kappakstur. Við búumst við því að geta boðið upp á þennan kost stuttu eftir áramót.“

Námskeið í jólapakkann

Nú hefur Akstursíþróttasambandið viðurkennt hermikappakstur sem íþróttagrein og býður GTA upp á námskeið í hermikappakstri fyrir krakka, unglinga og ungt fólk í akstursíþróttum. Markmið námskeiðanna er að kenna ungmennum undirstöðuatriðin í mótorsporti, kenna íþróttamannslega hegðun og reglur mótorsports, auka einbeitingu og rýmissvitund. Krakkarnir verða svo í stakk búnir til að taka þátt í keppnum á netinu og þegar fram líða stundir, keppnum í raunheimi. „Hermikappakstur á þessu kaliberi hefur beina tengingu inn í mótorsport í raunheimi. Menn hafa meðal annars fengið ráðningu hjá kappakstursliðum út frá því að hafa staðið sig vel á ökuhermamótum; t.d. Jann Mardenborough sem keppti fyrir Nissan í erfiðasta kappakstri heims, Le Mans. Einnig nota mörg kappaksturslið álíka herma til að æfa ökumenn sína fyrir kappakstur.“

 

Tilvalið í hópefli og fyrirtækjakeppnir

„Við erum með átta herma sem eru tengdir saman svo að átta keppendur geta verið saman á brautinni í einu. Nokkur fyrirtæki halda mótaraðir hjá okkur til þess að efla starfsandann og svo hafa samkeppnisfyrirtæki haldið keppni sín á milli. Þetta hefur gefist ótrúlega vel og allir virkilega ánægðir. Þetta er stórsniðugt hópefni til þess að efla liðsandann yfir jólahátíðina.“

Jólin í GTA

Átt þú vin eða vinkonu sem á sér þann langþráða draum að taka í stýrið á Ferrari, Lamborghini eða Formúlu 1-kappakstursbíl? Þá er tilvalið að skella einu gjafabréfi frá GTA í jólapakkann. „Gjafabréfin eru uppá 30, 60 og 90 mínútur. En við erum líka liðleg með það að ef handhafa langar að koma með vini sína, þá er hægt að skipta tímanum niður. Til dæmis ef þú átt 90 mínútna gjafabréf þá geta þrír keppt saman í 30 mínútur hver.“

Nánari upplýsingar um GT Akademíuna má nálgast á vefsíðunni gta.is

Ármúli 23, 108 Reykjavík

Sími: 537-2400

Vefpóstur: gta@gta.is

Opið alla daga frá 12.00 til 20.00

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 5 dögum

Frumsýning Volvo XC40 Recharge tengiltvinn!

Frumsýning Volvo XC40 Recharge tengiltvinn!
Kynning
Fyrir 5 dögum

Gunnar Þórðarson 75 ára: Dægurlagaperlurnar óma á tónleikum 7. mars

Gunnar Þórðarson 75 ára: Dægurlagaperlurnar óma á tónleikum 7. mars
Kynning
Fyrir 1 viku

Barnasýningar í Þjóðleikhúsinu vegna fyrirhugaðs verkfalls

Barnasýningar í Þjóðleikhúsinu vegna fyrirhugaðs verkfalls
Kynning
Fyrir 1 viku

Árangursríkar snyrti- og líkamsmeðferðir hjá Virago: „Það þarf ekki að vera vont til að virka“

Árangursríkar snyrti- og líkamsmeðferðir hjá Virago: „Það þarf ekki að vera vont til að virka“
Kynning
Fyrir 1 viku

Saltkaramellusúkkulaðimúsin var Trompið sem leiddi til sigurs

Saltkaramellusúkkulaðimúsin var Trompið sem leiddi til sigurs
Kynning
Fyrir 2 vikum

NÝR PEUGEOT 100% HREINN RAFBÍLL FRUMSÝNDUR LAUGARDAGINN 15. FEBRÚAR

NÝR PEUGEOT 100% HREINN RAFBÍLL FRUMSÝNDUR LAUGARDAGINN 15. FEBRÚAR
Kynning
Fyrir 3 vikum

BYKO er gullstyrktaraðili Team Rynkeby Ísland árið 2020

BYKO er gullstyrktaraðili Team Rynkeby Ísland árið 2020
Kynning
Fyrir 3 vikum

Peugeot 3008 PHEV fjórhjóladrifinn tengiltvinnjeppi fékk gríðarlega góðar móttökur á frumsýningu: Sjáðu myndirnar

Peugeot 3008 PHEV fjórhjóladrifinn tengiltvinnjeppi fékk gríðarlega góðar móttökur á frumsýningu: Sjáðu myndirnar