fbpx
Laugardagur 11.júlí 2020
Kynning

Zipline í Vík: Fjölskylduskemmtun í hæsta gæðaflokki

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 18. október 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norðan við bæjarstæði Norður-Víkur í Vík í Mýrdal er hið gullfallega Grafargil sem býr yfir náttúrulegum sjarma, dularfullum hellum, fallegum fossum, heilmikilli sögu og fjórum zipplínum. En hvaðan koma þessar línur? Tvær fjölskyldur stofnuðu fyrirtækið Zipline Iceland (Giljagleði ehf.) árið 2017; Þráinn, Æsa og dætur þeirra Katla og Addý. Æsa, Katla og Addý eru allar fæddar og uppaldar í Vík og Þráinn hefur verið búsettur í þar undanfarin 20 ár. Heimilishundurinn Panda mætir svo með í ferðir þegar hann hefur vilja til og gestir andmæla því ekki. Ása og Sammi eru í óðaönn við að koma sér upp heimili í bænum samhliða því að sinna þessari nýjung í afþreyingarflóru Íslands.

Örugg en spennandi upplifun

Fjölskyldurnar tvær kynntust í gegnum sameiginlegan áhuga á svifvængjaflugi. Þau fundu fljótt að í þeim blundaði frekari ævintýraþrá og langaði að gera eitthvað skemmtilegt á þeim dögum sem ekki var hægt að svífa um á milli skýjahnoðranna. Þau langaði einnig að geta boðið fleirum upp á spennandi og örugga upplifun. Línurnar eru ekki mjög háar en þó nægilega háar til að gestum finnist þeir svífa yfir gilinu eins og fuglinn fljúgandi. Zipline-ferðirnar, eða línubrun, eru stórkostleg upplifun fyrir alla fjölskylduna. Þau yngstu sem mega fara í zipline verða að vera orðin átta ára eða a.m.k. þrjátíu kíló og allir undir 16 ára þurfa að vera í fylgd fullorðins.

Ekki bara zipline-ferð

Svæðið býr því yfir mikilli og afar áhugaverðri sögu sem gaman er að læra um í ferðinni. Að auki eru gestir staddir í bakgarði eins mikilfenglegasta eldfjalls Íslands, Kötlu, sem kúrir undir Mýrdalsjökli. Þetta er því alls ekki bara zipline-ferð heldur lærir fólk ýmislegt um mannkyns- og jarðsögu svæðisins í leiðinni.

Ólíkir gestir

Zipline er einstök leið til þess að upplifa náttúruna á nýjan hátt. Það er ótrúlegt að svífa yfir gilinu með vindinn í andlitinu. Zipplínur eru frábær skemmtun fyrir þá sem hafa gaman af því að ögra sér smá, lofthræddir gestir eru líka réttilega hreyknir eftir að hafa rennt sér niður gilið. Zipline tekur á móti afar fjölbreyttum hópum á öllum aldri. Yngsti gesturinn er 8 ára og sá elsti er 93 ára og sumir koma aftur og aftur. Ein kanadísk fjölskylda hefur t.a.m. mætt þrisvar frá opnun í ágúst 2017. Hóparnir eru yfirleitt 12 manns í hverri ferð og þá koma tveir til þrír leiðsögumenn með. Þegar tekið er á móti stærri hópum þá koma fleiri leiðsögumenn með. Stærsti hópurinn sem komið hefur í zipline var 44 manna skólahópur. Engin ferð er eins og tekið er á móti hópnum eins og hann er samsettur. Sumir eru smeykir og aðrir eru ólmir að komast af stað. Að sjálfsögðu er svo enginn skuldbundinn til þess að renna sér niður þegar komið er á staðinn.

Ævintýrið byrjar við gistiheimilið Norður-Vík. Þar eru allir settir í viðeigandi öryggisbúnað og gerð grein fyrir öryggisatriðum áður en haldið er áfram. Svo er ekið af stað að upphafspunkti göngunnar við Grafargil. Línurnar eru fjórar; 120, 240, 30 og 140 metra langar og eru staðsettar með hentugu millibili á leiðinni niður gilið. Eftir stutta göngu er komið að fyrstu zipplínunni og renna gestirnir sér þar yfir, einn í einu. Svo er gengið saman niður að þeirri næstu og svo framvegis, þar til komið er neðst í gilið. Ef veður er gott og gestina þyrstir í meiri útiveru er alltaf í boði að ganga síðasta spölinn aftur að Norður-Vík eftir gamla þjóðveginum. Ferðirnar eru farnar daglega, allt árið um kring. Það er alltaf gaman að renna sér í zipline í hvaða veðri sem er. Fátt stöðvar ferðirnar annað en stormurinn og vetrarmyrkrið. Út október verða tvær ferðir á dag og svo verður ein ferð á dag yfir vetrartímann fram í apríl.

20–50% afsláttur

Nú er hægt að skella sér línubrun á 20% afslætti með því að kaupa gjafabréf í gegnum vefsíðuna zipline.is/gjafabref. Athugið að börn á aldrinum 8–18 ára fá 50% afslátt í fylgd fullorðins. Gjafabréf frá Zipline er einnig stórsniðug jólagjöf fyrir alla sem hafa gaman af útiveru og að leyfa hjartanu að pumpa smá. Gjafabréfin fást til 31. desember 2019.

Nánari upplýsingar má nálgast á zipline.is

Fylgstu með á Facebook: Zipline Iceland

Instagram: Zipline Iceland

Suðurvíkurvegi 5, 870 Vík í Mýrdal

Vefpóstur: zipline@zipline.is

Sími: 698-8890

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Ja-ja ding dong
Kynning
23.05.2020

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið
Kynning
22.05.2020

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn
Kynning
08.05.2020

Einstakt sumartilboð á gistingu hjá Hótel Læk: Stíla inn á íslenska ferðamenn

Einstakt sumartilboð á gistingu hjá Hótel Læk: Stíla inn á íslenska ferðamenn
Kynning
06.05.2020

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar
Kynning
03.04.2020

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu
Kynning
21.03.2020

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki
Kynning
19.03.2020

Einum gesti á dag boðið á hlýða á ljóðalestur af Stóra sviðinu á meðan samkomubanni stendur

Einum gesti á dag boðið á hlýða á ljóðalestur af Stóra sviðinu á meðan samkomubanni stendur
Kynning
16.03.2020

GLÆNÝR PEUGEOT 2008 SUV FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG 19.-28. MARS Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI

GLÆNÝR PEUGEOT 2008 SUV FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG 19.-28. MARS Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI