Mánudagur 18.nóvember 2019
Kynning

Endingargóðir skór –  Vistvænn kostur fyrir umhverfið

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 14. október 2019 13:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má fullyrða að Halldór Guðbjörnsson hafi valið sér ævistarf til frambúðar þegar hann fór að læra skóviðgerðir, aðeins sextán ára gamall. „Ég hef verið í bransanum í samtals 53 ár. Eftir þriggja ára nám opnaði ég mína eigin stofu, Skóvinnustofu Halldórs Guðbjörnssonar á Týsgötu 7 og tólf árum síðar flutti ég stofuna á Hrísateig 19, þar sem ég er enn. Hér geri ég við skó, töskur, sel reimar, leðuráburð, mannbrodda og margt fleira,“ segir Halldór sem man tímana tvenna, sérstaklega þegar kemur að skótísku landans.

 

Hægt að gera ótal sinnum við sömu skóna

„Ég hef alltaf starfað einn á stofunni og viðskiptin hafa verið bæði jöfn og stöðug þótt það séu einhverjar sveiflur. Skótískan hefur á þessum tíma gengið marga hringi, en skótískan hefur hvað mest áhrif á starf skóviðgerðarmannsins. Sumir skór eru þannig gerðir að það er hægt að gera endalaust við þá. Ég hef til dæmis fengið sömu skóna til mín oftar en þrisvar og oftar en fjórum sinnum í endursólanir og fleira. Ef það er gott í skónum þá endast þeir lengi og vel. Þegar kemur að skósliti býð ég upp á allar almennar skóviðgerðir. Þetta fer í raun allt eftir verðgildi skónna. Ef skórnir eru ódýrir er ólíklegra að fólk leggi í það að láta gera við þá. Því er þó ekki að neita að endingargóðir skór eru töluvert vistvænni heldur en skór sem fara beint í ruslið við fyrsta slit.“

Mynd: Eyþór Árnason

Skóhækkun fyrir heilsuna

Ásamt því að bjóða upp á almennar skóviðgerðir sér Halldór einnig um skóhækkanir. „Margir kljást við það vandamál að fæturnir eru ekki jafnlangir og þá þarf oft að gera breytingar á skóm. Skóhækkun er þá frábær möguleiki fyrir þá sem vilja ekki þurfa að vesenast með innlegg, eða þurfa á enn meiri hækkun að halda en innleggin geta veitt.

 

Ferð þú vel með vetrarskóna þína?

Nú fer veturinn í hönd og þá rennur upp tími vetrarskónna. „Það er mikilvægt að sjá vel um skóna svo þeir endist og geri sitt gagn eins vel og hægt er. Þá er æskilegt að pússa og bera reglulega áburð, sílíkon og leðurfeiti á leðurskó sem eru í notkun alla daga vikunnar. Einu sinni í viku er gott viðmið.“ Á Skóvinnustofu Halldórs Guðbjörnssonar er gott úrval af skóáburði, leðurfeiti, sílíkoni og fleiru til þess að koma vetrarskónum í gott stand fyrir veturinn. „Einnig er ég með til sölu mannbrodda fyrir vetrarhálkurnar.“

Mynd: Eyþór Árnason

Skóvinnustofu Halldórs Guðbjörnssonar er staðsett að Hrísateigi 19, 105 Reykjavík

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Svona búa Samherjar

Ekki missa af

Húðlatur Hazard
Kynning
Fyrir 1 viku

Falinn gimsteinn í Kolaportinu: Skartgripir úr smiðju Sigal Har-Meshi eiga aðdáendur allan heim

Falinn gimsteinn í Kolaportinu: Skartgripir úr smiðju Sigal Har-Meshi eiga aðdáendur allan heim
Kynning
Fyrir 1 viku

Eitthvað fyrir alla í Pole Sport Heilsurækt

Eitthvað fyrir alla í Pole Sport Heilsurækt
Kynning
Fyrir 1 viku

Vinnur með þjóðararfinn og íslenska náttúru í fallegri hönnunarlínu Krums

Vinnur með þjóðararfinn og íslenska náttúru í fallegri hönnunarlínu Krums
Kynning
Fyrir 1 viku

Íslendingar velja endurnýttar jólagjafir fyrir umhverfið!

Íslendingar velja endurnýttar jólagjafir fyrir umhverfið!
Kynning
Fyrir 2 vikum

11 þúsund miðar seldir á Kardemommubænum!

11 þúsund miðar seldir á Kardemommubænum!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Raftækjadagar í Byggt og búið: 10-50% AFSLÁTTUR Á ÖLLUM RAFTÆKJUM!

Raftækjadagar í Byggt og búið: 10-50% AFSLÁTTUR Á ÖLLUM RAFTÆKJUM!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Íslenskur hamborgari á lista yfir bestu borgara heims!

Íslenskur hamborgari á lista yfir bestu borgara heims!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Atómstöðin – endurlit, frumsýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins föstudaginn 1. nóvember 

Atómstöðin – endurlit, frumsýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins föstudaginn 1. nóvember