fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Fjórar snilldarvörur sem hjálpa þér að vernda umhverfið

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 6. september 2019 16:00

Bees Wrap

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mistur er vefverslun með umhverfisvæna valkosti fyrir alla sem er annt um umhverfið. Þórunn Björk Pálmadóttir sér um vefverslunina og er sölu- og dreifingaraðili fyrir ýmsar stórsniðugar, umhverfisvænar vörur sem leysa óumhverfisvænar vörur og einnota umbúðir auðveldlega af hólmi.

Bee‘s Wrap eru margnota matvælaarkir úr lífrænt ræktaðri bómull, býflugnavaxi, jójóbaolíu og trjákvoðu sem gerir þær sérlega meðfærilegar í notkun. Þær má nota sem lok á skálar eða beint yfir matvæli, öll önnur en hrátt kjöt og fisk. Aðeins þarf að nota ylinn í lófunum til að móta þær að því sem geyma skal. Arkirnar fást í ýmsum stærðum og leysa einnota plastpoka og plastfilmur af hólmi. Arkirnar eru margnota og með góðri umhirðu má nota hverja örk í allt að heilt ár, miðað við notkun nokkur skipti í viku. Þrif á örkunum eru einföld. Ef þær hafa verið notaðar fyrir geymslu á brauði eða þurrmeti er nóg að strjúka af þeim. Annars má skola þær með köldu eða ylvolgu vatni og jafnvel smá sápu. Ekki má nota heitt vatn á þær eða setja þær í uppþvottavél þar sem hitinn bræðir vaxið, sem skolast þá fljótt úr þeim. Vaxið fer þó smám saman af örkunum og þegar arkirnar eru hættar að þjóna tilgangi sínum má setja þær í moltukassann þar sem þær brotna niður.

25 milljónir kaffihylkja á ári

Íslendingar nota um 25 milljónir einnota kaffihylkja á ári! Hugsaðu þér hrúgald á stærð við einbýlishús. Allt þetta ál þarf að endurvinna sem kostar orku sem kemur alltaf niður á umhverfinu. En mest af þessu fer samt beint í landfyllingu.

WayCap eru margnota, samhæfð kaffihylki sem passa í flestar gerðir Nespresso- og Dolce Gusto-kaffivéla. Þeim fjölgar stöðugt sem velja að nota WayCap í stað einnota kaffihylkja enda eru kostirnir ótvíræðir. WayCap-hylkin eru endingargóð og með góðri meðhöndlun ættu þau að geta dugað mjög lengi. Í hylkin velur þú þitt eigið uppáhaldskaffi og getur því hellt upp á kaffið eins og þér finnst best að drekka það. Ef allir eigendur Nespresso- og Dolce Gusto -kaffivéla á Íslandi notuðu samhæfðu WayCap-kaffihylkin, væri hægt að koma í veg fyrir að tugir milljóna kaffihylkja lentu í ruslinu á ári hverju!

Tandurhrein samviska

Friendly sápurnar koma frá Bretlandi og eru eins umhverfisvænar og hægt er að hugsa sér. Sápurnar koma í umhverfisvænum umbúðum og þú þarft aldrei aftur að horfast í augu við plastbrúsa utan af fljótandi sápum í plastflokkunartunnunni.

Um er að ræða sápustykki án pálmaolíu, parabena og súlfats. Sápurnar eru af ýmsum gerðum; handsápa, hársápa, andlitssápa, raksápa og ferðasápa. Hárnæring í sama formi verður síðan fáanleg á næstu dögum. Gaman er að geta þess að lavender og tea tree hársápan var valin sem „Best Buy“ hjá The Green Parent Natural Beauty Awards 2019. Sápurnar fengu líka hæstu einkunn hjá Ethical Consumers. Þær eru ekki prófaðar á dýrum og henta fyrir vegan lífsstíl.

Bara það besta fyrir handarkrikana

Naturlig Deo er lítið fjölskyldu- og handverksfyrirtæki í Norður-Svíþjóð. Markmið þess er að framleiða vörur í sátt og samlyndi við umhverfi, menn og dýr. Um er að ræða frábæran svitalyktareyði sem er algerlega úr náttúrulegum, lífrænum olíum og efnum. Engin aukaefni eða alkóhól er notað í vörurnar. Grapefruit ilmurinn var til að mynda valinn af Beauty Awards í vor sem besti lífræni svitalyktareyðirinn 2019. Svitalyktareyðirinn kemur í endurvinnanlegu gleri með álloki sem einnig er endurvinnanlegt.

Mistur er sölu- og dreifingaraðili fyrir Bee‘s Wrap, Friendly sápurnar, WayCap og Naturlig Deo ásamt fleiri umhverfisvænum vörumerkjum. Þessar vörur fást hjá söluaðilum um land allt sem og á mistur.is

Þú finnur Mistur hér á Facebook https://www.facebook.com/MisturIceland/

og hér á Instagram. https://www.instagram.com/mistur.is/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum