fbpx
Mánudagur 21.september 2020
Kynning

ÁÁ Verktakar eru leiðandi í háþrýstiþvotti

Kynning
Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. júlí 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háþrýstiþvottur er óhjákvæmilegur undanfari stórra málningarverkefna utanhúss og ákaflega skilvirk aðferð til að gera hús og byggingar klárar undir málningu. Fyrirtækið ÁÁ Verktakar ehf. er leiðandi á sviði háþrýstiþvottar hér á landi og hefur yfir að ráða afar öflugum búnaði til slíkra verka, sem er allur í eigu fyrirtækisins.

Til að hreinsa málningu af húsum er notast við 500 bara hitadælur sem geta hitað vatn upp í 100 gráður. Slíkar dælur eru einnig notaðar í alls konar fitu- og olíuhreinsanir og víðar þar sem við á.

Háþrýstiþvottur á bárujárnshúsi
Háþrýstiþvottur á bárujárnshúsi.

„Íbúðarhús eru oft hreinsuð með um 300 til 500 bara þrýstingi og köldu vatni sem dugar til að hreinsa óhreinindi og gróður af húsum. En svo geta verið öndunarvandamál og vatnspokar og þá þarf að hreinsa gömlu málninguna alla af, þ.e. alhreinsun. Þá þarf að nota heitt vatn,“ segir Áslaugur Einarsson, framkvæmdastjóri ÁÁ Verktaka.

Fyrirtækið var stofnað árið 1991 og hefur það vaxið og dafnað allar götur síðan. Auk háþrýstiþvottar sérhæfir ÁÁ Verktakar ehf. sig í viðhaldi fasteigna, til dæmis múrviðgerðum, málningarvinnu, trésmíðavinnu og annarri viðhaldsvinnu fasteigna.

Sem fyrr segir er búnaður ÁÁ Verktaka til háþrýstiþvotta afar öflugur:
„Við erum með 3.000 bara dælur sem eru notaðar til að hreinsa málningu af stáli. Enn fremur við hreinsanir á túrbínuhjólum og ýmsu öðru. Þrýstingurinn á þeim er afar hár og þær mjög öflugar. Enn fremur erum við með 1.500 bara dælur, mjög vatnsmiklar, þær eru meðal annars notaðar í virkjanir, til að hreinsa úr borholum og rörum og vörmum,“ segir Áslaugur.

Háþrýstidælurnar koma annars vegar frá Þýskalandi, frá framleiðandanum Falch, og hins vegar frá Bandaríkjunum, frá fyrirtækinu Garden Denver, en báðir aðilar eru afar öflugir framleiðendur háþrýstidæla.

Myndin hægra megin sýnir einbýlishús eftir háþrýstiþvott - vinstra megin er sama hús eftir pússningu og fíltun.
Myndin hægra megin sýnir einbýlishús eftir háþrýstiþvott – vinstra megin er sama hús eftir pússningu og fíltun.

ÁÁ Verktakar ehf. er í Reykjanesbæ en að sögn Áslaugs eru langflest verkefni þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru af ýmsu tagi, til dæmis almennir húseigendur sem ætla að mála hús sitt og þurfa á háþrýstiþvotti að halda til að gera klárt undir málningu. Einnig er algengt að málarameistarar leiti til fyrirtækisins eftir tilboðum í háþrýstiþvott.

Háþrýstiþvottur á fjölbýlishúsi
Háþrýstiþvottur á fjölbýlishúsi.

Háþrýstiþvotturinn er einnig oft hluti af stærri verkefnum fyrirtækisins enda sinnir það margs konar húsaviðgerðum og er með fjölda múrara í vinnu. Einnig hefur fyrirtækið unnið mikið fyrir orkufyrirtæki við að beita hinum öflugu háþrýstidælum við hreinsanir úr borholum og fleira. Þá hefur ÁÁ Verktakar ehf. unnið mikið fyrir útgerðarfyrirtæki og sinnir öllum þvotti fyrir Stálsmiðjuna Framtak, sem rekur Slippinn í Reykjavík.

Sem fyrr segir hefur verið mikil vöxtur í starfseminni:
„Starfsemin hefur vaxið jafnt og þétt frá því við byrjuðum og tækjakosturinn hefur fylgt með. Það varð vissulega dálítið stopp eftir hrunið eins og hjá mörgum en síðan hefur þetta legið upp á við. Sem dæmi um það keyptum við 3.000 bara háþrýstidæluna árið 2013 og var það fyrsta dælan af slíku tagi sem seld var frá Þýskalandi innan Evrópu. Einnig höfum við bætt við okkur skæralyftum og spjótum til að nota þegar unnið er við hærri byggingar,“ segir Áslaugur að lokum.

ÁÁ Verktakar ehf.
Fitjabraut 4
260 Reykjanesbær
Símar: 421-6530 og 898-2210
aaverktakar@aaverktakar.is
Heimasíða: www.aaverktakar.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Kynning
12.08.2020

Útsalan í Tölvulistanum er í fullum gangi

Útsalan í Tölvulistanum er í fullum gangi
Kynning
11.08.2020

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi
Kynning
14.07.2020

Brot af því besta á útsölu Byggt og búið: Allt að 75% afsláttur

Brot af því besta á útsölu Byggt og búið: Allt að 75% afsláttur
Kynning
10.07.2020

Glæsilegar nýjar útsýnisíbúðir í sölu við Hafnarbraut 13-15 á Kársnesi

Glæsilegar nýjar útsýnisíbúðir í sölu við Hafnarbraut 13-15 á Kársnesi
Kynning
23.05.2020

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið
Kynning
22.05.2020

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn