Maria Nila er eitt þekktasta vegan og cruelty free hárvörumerki í heiminum í dag. Allar vörur Maria Nila eru lausar við bæði súlföt og paraben og framleiddar í verksmiðju eigenda merkisins í Helsingborg í Svíþjóð. Með ástríðu og vandvirni að leiðarljósi velja þróunarstjórar og efnafræðingar fyrirtækisins innihaldsefnin sem síðan eru notuð í vörurnar. Markmið fyrirtækisins er ávallt að vinna í átt að enn umhverfisvænni vörum en Maria Nila hefur meðal annars fengið viðurkenningar frá Leaping Bunny, PETA og The Vegan Society.
Verndaðu umhverfið með hárinu
„Við hjá Regalo erum ótrúlega stolt að geta boði Íslendingum upp á þessar frábæru hárvörur sérstaklega í ljósi þess að eigendur merkisins stuðla svo sterklega að umhverfis-, náttúru- og dýravernd. Upphaf og nafn fyrirtækisins Maria Nila má rekja til ömmunnar Mariu Nilu sem bjó í norðurhluta Svíþjóðar og bjó til sínar eigin náttúrulegar sápur. Barnabörnum hennar fannst tilvalið að nýta sýn hennar og kraft og nefndu fyrirtækið eftir henni sem á einstaklega vel við,“ segir Fríða Rut Heimisdóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Regalo ehf.
Í samvinnu við góðgerðarsamtök
„Maria Nila hefur unnið náið með umhverfisverndarsamtökum víðsvegar um heiminn. The Perfect World Foundation eru óháð einkasamtök sem stofnuð voru árið 2010 til þess að vekja athygli á og fjármagna verkefni sem stuðla að dýra- og náttúruvernd víðsvegar um hnöttinn. Maria Nila styrkir samtökin reglulega um háar fjárhæðir. Þá gaf hún árið 2016, 100.000 sænskar krónur eða hátt í eina og hálfa milljón íslenskar í styrktarsjóð þeirra til þess að forða fílum frá útrýmingarhættu. Árið 2017 styrkti hún samtökin um annað eins til þess að bæta ástand hafsins. Í fyrra styrkti hún samtökin um 200.000 sænskar eða rúmlega tvær og hálfa milljón til dýraverndunar í Afríku.“
Kolefnisjafnaðar vörur
„Maria Nila hefur einnig unnið náið með samtökunum Plan Vivo við að kolefnisjafna allar sínar vörur. Samtökin styrkja og sjá um umhverfis- og sjálfbærniverkefni um allan heim. Í samstarfi við Plan Vivo tryggir Maria Nila að bændur í Níkaragúa fái fjárhagslegan stuðning til þess að endurplanta frumskógum á landareignum sínum. Þá græða bæði bændurnir og náttúran sem er þá gefið tækifæri til þess að jafna sig eftir áralanga jarðrækt,“ segir Fríða.
Útsölustaði Maria Nila hárvaranna og fjölda annarra snyrti- og hárvara má finna á regalo.is og í Lyngási 5, 119 Reykjavík.
Sími: 512-7777
Facebook: Regalo fagmenn
Instagram: regalofagmenn
Snapchat: Regalofagmenn