fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Kynning

Fyrirtæki taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 2. júní 2019 16:00

Leifur Geir Hafsteinsson, mannauðsstjóri Völku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leifur Geir Hafsteinsson, mannauðsstjóri Völku, var tekinn tali hjá DV og spurður um þátttöku fyrirtækisins í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, en nokkuð hefur borið á því að fyrirtæki hafi verið að senda starfsmenn sína í hlaupið. „Fyrirtækjaþátttöku fer fjölgandi með hverju árinu, enda fær vinnustaðurinn ýmislegt út úr því að hvetja starfsfólk sitt til þátttöku í hlaupinu, hvort sem fólk hleypur 3, 10, 21 eða 42 km,“ segir Leifur.

 

Af hverju heldurðu að fyrirtæki hvetji starfsmenn sína til þátttöku?

„Það eru margar góðar ástæður fyrir því. Fyrst má nefna að heilbrigt og kröftugt starfsfólk er líklegra til að vera minna veikt og almennt jákvæðara og sprækara á vinnustaðnum. Þátttaka í svona viðburði er einnig mikilvægt hópefli. Þarna kynnast vinnufélagar úr mismunandi deildum, æfa saman að settu marki og upplifa sameiginlega sigurtilfinningu að hlaupinu loknu. Allt skilar þetta sér í eftirsóknarverðri fyrirtækismenningu þar sem heilbrigði, vinnusemi og jafnvægi er sett í öndvegi.“

 

Hvernig styðja fyrirtæki við bakið á sínu starfsfólki?

„Með ýmsum hætti. Á mínum vinnustað t.d. borgar Valka þátttökugjöld starfsmanna og við stöndum fyrir útileikfimi þrisvar í viku til að búa starfsmenn sem best undir hlaupið. Við tökum þátt í að kaupa og merkja keppnisboli í litum fyrirtækisins þannig að hlauparar og stuðningsfólk skeri sig úr. Svo munum við skipuleggja fögnuð nálægt markinu til að taka á móti hlaupurunum okkar, sem hlaupa að sjálfsögðu til styrktar góðu málefni.“

 

Er eitthvað um það að hópar séu að mæta í búningum?

„Margir eru auðvitað í eins bolum merktum sínu fyrirtæki, en einnig fer sífellt fjölgandi þeim skemmtilegu þátttakendum sem mæta í alls konar grímubúningum. Við hjá Völku erum þó ekki komin alveg svo langt!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7