fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Kynning

Kranaleigan ÁB Lyfting – Stærsti krani landsins og sex félagar hans

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 5. ágúst 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kranaleigan ÁB Lyfting er klárlega fyrsti kostur þegar þörf er á kranaþjónustu við stærri verkefni enda hefur fyrirtækið meðal annars yfir að ráða stærsta krana landsins. „ÁB Lyfting hefur verið starfandi síðan árið 1999 en ég hef starfað í þessu fagi í tæplega 40 ár,“ segir framkvæmdastjórinn Ástþór Björnsson.

„Við erum með sjö glussakrana sem taka frá 35 tonnum upp í 300 tonn en þessi 300 tonna er stærsti krani landsins. Hann vegur einn og sér án nokkurrar hleðslu heil 72 tonn. Þessir kranar eru allir meira og minna stöðugt í útleigu. Við þurfum sjálf að sjá alfarið um alla vinnu á krönunum, þetta eru það sérhæfð verkefni. Stór hluti af verkefnunum er annars vegar hífingar og lyftingar við byggingarvinnu og hins vegar skipavinna, þ.e. uppskipun. En einnig eru þetta margs konar önnur verkefni þar sem lyfta þarf mjög þungum hlutum,“ segir Ástþór.

Meðal þekktra verkefna hjá ÁB Lyftingu eru hífingar á öllum vindmyllum sem reistar hafa verið á landinu. Enn fremur sér fyrirtækið um að lyfta upp gömlum sögufrægum húsum fyrir Minjavernd. „Við hífðum líka rafala og túrbínur í Hellisheiðarvirkjun. Auk þess höfum við skipað upp gröfum fyrir Eimskip í Helguvík og Húsavík, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Ástþór.

Þýska stálið blífur

Allir sjö glussakranarnir í eigu Kranaleigunnar ÁB Lyfting koma frá einum og sama framleiðandanum, Grove í Þýskalandi. Þjóðverjar eru annálaðir fyrir framleiðslu á framúrskarandi þungavinnuvélum og ÁB Lyfting vill bara notast við það besta á markaðnum. Myndir af Grove-krönunum prýða þessa grein.

Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar eða þurfa á fyrsta flokks kranaþjónustu að halda geta hringt í síma 896-2301 fyrir frekari upplýsingar. Einnig má senda fyrirspurn í tölvupósti á netfangið ablyfting@simnet.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
08.11.2024

Frumsýna Audi Q6 á morgun – Kaflaskil í hönnun rafbílsins vinsæla

Frumsýna Audi Q6 á morgun – Kaflaskil í hönnun rafbílsins vinsæla
Kynning
06.11.2024

TIME útnefnir ökumannsskilningskerfi Volvo EX90 eina af bestu uppfinningum ársins 2024

TIME útnefnir ökumannsskilningskerfi Volvo EX90 eina af bestu uppfinningum ársins 2024
Kynning
18.06.2024

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn
Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær