fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Kynning

Leiguvélar Norðurlands: Fjölbreytt vinnutæki og góð þjónusta

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. nóvember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haustið 2017 keypti Björn Ómar Sigurðarson fyrirtækið Leiguvélar Tobba á Akureyri og breytti nafni fyrirtækisins í Leiguvélar Norðurlands. Leiguvélar Tobba þótti vera öflug tækjaleiga á Norðurlandi en á þessu eina ári sem liðin eru frá eigendaskiptunum hefur umfang starfseminnar engu að síður tvöfaldast og Leiguvélar Norðurlands eru nú með á bilinu 60 til 70 tæki í útleigu. Þetta eru alls konar vinnulyftur, til notkunar innan- og utandyra, skæralyftur og spjótlyftur af ýmsum stærðum; einnig smágröfur og stærri gröfur, kranabílar og vinnupallar.

„Við leigjum til allra aðila sem standa í framkvæmdum, stórra og smárra,“ segir Björn Ómar. Markaðssvæðið er líka stórt og teygir sig langt í báðar áttir út frá Akureyri. „Við erum að leigja tæki alla leið í Húnavatnssýslurnar og svo austur á Egilsstaði og þar um kring, þetta er gríðarlega stórt svæði,“ segir Björn.

Tækin eru flutt milli landshluta á sérhæfðum flutningsbílum, oft 3–4 tæki í einu, eftir eðli og umfangi verkefna.

Eins og nærri má geta kostar það bæði mikla fjármuni og fyrirhöfn að halda svo stórum tækjaflota við. „Við bæði gerum við mest af tækjunum sjálfir og svo endurnýjum við mikið, nýlega keyptum við til dæmis fimm ný tæki. Við reynum að hafa þessi tæki í toppstandi, annars gengur þetta ekkert upp,“ segir Björn Ómar.

Þrír til fjórir starfsmenn eru hjá Leiguvélum Norðurlands og ávallt er einhver á vakt. Má segja að tekið sé við fyrirspurnum allan sólarhringinn því oft ber brátt að með tækjavöntun og verkefni eru í gangi á öllum tímum.

Algengasta pöntunarleiðin á tækjaleigu er í gegnum símanúmerið 862-4991. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið lvn@lvn.is Þá má senda skilaboð á Facebooksíðunni Leiguvélar Norðurlands. Þar eru einnig nánari upplýsingar um starfsemina, myndir og fleira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7