fbpx
Sunnudagur 19.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Leikfangaland: Alvöru leikfangabúð í hjarta Hafnarfjarðar

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 28. nóvember 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikfangaverslunin Leikfangaland er líklega best geymda leyndarmál Hafnarfjarðar. Um er að ræða ekta leikfangabúð, eina af fáum alvöru leikfangabúðum sem eftir eru á Íslandi. Verslunin er rúmgóð og staðsett í 300 fermetra  verslunarhúsnæði í Firðinum. „Það er alltaf notalegt að koma í búðina til okkar að kaupa gjafir handa börnunum. Þeim fullorðnu þykir ekki síður gaman að koma hingað en börnunum, en þeir tala sumir um að fá nostalgíukast þegar þeir stíga hér inn,“ segir Lilja.

Leikföng fyrir alla

„Við erum með frábært úrval af leikföngum fyrir börn á öllum aldri. Hér er alltaf nóg til af Lego og Playmo vörum fyrir krakka á öllum aldri. Einnig erum við með gott úrval af BabyBorn vörunum og Bruder bílunum. Svo erum við með ýmislegt í búðarleikinn svo sem búðarkassa, dótamat og fleira. Þessar vörur eru sívinsælar hjá börnunum og hitta alltaf í mark,“ segir Lilja.

Stýrissleðar og snjóþotur í miklu úrvali

Þegar snjórinn lætur sjá sig er fátt skemmtilegra en að skella sér í brekkuna og renna sér niður á snjóþotu eða stýrissleða. „Hér erum við með mjög gott úrval af bæði Stiga sleðum með stýri, ungbarnasnjóþotum, rassþotum og fleiru á góðu verði sem kátir krakkar kunna að meta í snjóhörkum,“ segir Lilja.

Jólin í Leikfangalandi

„Við erum með ótrúlega fjölbreytt úrval af jóladagatölum með litlum leikföngum. Þessi dagatöl verða alltaf vinsælli með hverju árinu sem líður enda finnst börnunum alveg ótrúlega gaman að fá nýtt smádót á hverjum degi í desember. Svo má ekki gleyma því að Leikfangaland er mjög góður vinur Jólasveinsins. Jólasveinarnir koma hingað reglulega til þess kaupa gjafir í skóinn enda erum við með frábært úrval af smádóti til að gleðja þæga krakka,“ segir Lilja.

Leikfangaland er einnig með vefverslun, leikfangaland.is

Leikfangaland er staðsett á 2. hæð í Firðinum, Fjarðargötu 13–15, Hafnarfirði

Sími: 694-9551

Netfang: leikfangaland@leikfangaland.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 4 dögum

Járnskortur er algeng orsök blóðleysis meðal jarðarbúa

Járnskortur er algeng orsök blóðleysis meðal jarðarbúa
Kynning
Fyrir 5 dögum

CodeLab: Allt á milli himins og jarðar í hugbúnaði

CodeLab: Allt á milli himins og jarðar í hugbúnaði
Kynning
Fyrir 1 viku

Áman – „Allir geta búið til bjór og vín ef þeir vilja og hafa áhuga“

Áman – „Allir geta búið til bjór og vín ef þeir vilja og hafa áhuga“
Kynning
Fyrir 1 viku

„Ég mátti teljast heppinn að vera á lífi“

„Ég mátti teljast heppinn að vera á lífi“
Kynning
Fyrir 2 vikum

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Klifurhúsið: Innanhússklifur er frábært sport fyrir krakka og unglinga

Klifurhúsið: Innanhússklifur er frábært sport fyrir krakka og unglinga