fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Prolan stoppar ryðið og endist lengi

Kynning

Hjá Smára Hólm

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 28. október 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Velkomnir í hellinn minn,“ segir Smári Hólm kankvís þegar hann tekur á móti blaðamanni og myndatökumanni í húsnæði sínu að Rauðhellu 1 í Hafnarfirði. Smári Hólm rekur þar lítið en afar kröftugt ryðvarnaverkstæði ásamt eiginkonu sinni og samstarfsfélaga, Sigríði Ragnarsdóttur.

Inni á verkstæðinu eru tveir bílar, hvor í sinni lyftunni, sem Smári Hólm er að vinna við þennan daginn.
Smári Hólm sinnir jöfnum höndum bílum fyrir bílaumboðin, bílaflota fyrirtækja og bílum einstaklinga. Hann segir nýja bíla vera ótrúlega fljóta að ryðga. Annar bíllinn sem búið er að lyfta upp þarna inni er nýr sýningarbíll frá umboði og ekki enn kominn á númer. Smári sýnir okkur merkilega marga ryðbletti undir þessum splunkunýja bíl. „Það er bara enginn bíll hannaður fyrir íslenska veðráttu og saltið á götunum fer strax að éta sig inn í þá. Auk þess fer ál sérstaklega illa og tærist mun hraðar en stál,“ segir Smári.

Ég bið Smára Hólm um að lýsa ryðvarnarferlinu:

„Ég tek bílana inn daginn áður og þurrka þá í miklum hita til að ná kjörhitastigi áður en Prolan er borið á þá. Bíllinn verður að vera alveg skraufþurr og heitur. Áður en ég hef lokið við að þurrka hann lyfti ég honum upp, tek dekkin undan honum, tek allt plast utan af honum, tek pönnurnar undan honum. Svo þegar ég er búinn að hreinsa allt sem ég get tekið undan bílnum þá blæs ég hann með háþrýstilofti.“

Töfraefnið Prolan

Smári Hólm notast eingöngu fyrir hið frábæra ryðvarnarefni Prolan en hann er umboðsaðili fyrir það á Íslandi:
„Ryðið sem er komið til dæmis í bíl drekkur í sig Prolan-vörnina sem endist síðan von úr viti sem forvörn því hún liggur á bílnum og hrindir stöðugt frá honum vatni. Kemur í veg fyrir að súrefni og vatn komist að járninu. Þess vegna skiptir svo miklu máli að bíllinn sé þurr þegar borið er á hann.“

Meðfylgjandi myndir sýna dæmi um ótrúlega virkni Prolan á hluti sem virðast ónýtir og ekki annað í stöðunni en að kaupa nýja. En Prolan gerir kraftaverk á veðruðum og illa ryðguðum hlutum.

Fyrir …
Fyrir …
… og eftir Prolan.

Alltaf í bílunum

„Ég fæddist með smurkönnu í annarri hendi og skiptilykilinn í hinni. Pabbi var mikill jeppakall, ég fór mikið með honum á fjöll og fékk að keyra fyrst sjö ára. Ég er búinn að vera á kafi í jeppamennsku alla mína ævi en hef tekið mér hlé frá henni síðustu árin,“ segir Smári.

Verkstæðið hans hér að Rauðhellu 1 er opið frá 8 til 17 virka daga. Panta þarf tíma símleiðis í síma 861-7237 og getur biðtíminn verið nokkuð langur. Smári er eftirsóttur í bransanum enda hefur hann afar gott orð á sér:

„Ég kappkosta að vinna af mikilli fagmennsku. Ég er líka búinn að vera í bílageiranum alla mína ævi.

Sjá nánar á Facebook-síðunni https://www.facebook.com/prolanrydvorn/ og vefsíðunni https://www.smariholm.com/.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 dögum

Vaka: Þjónusta númer eitt, tvö og þrjú

Vaka: Þjónusta númer eitt, tvö og þrjú
Kynning
Fyrir 3 dögum

Filmarinn: Öll alhliða límfilmuþjónusta

Filmarinn: Öll alhliða límfilmuþjónusta
Kynning
Fyrir 4 dögum

Flensborg sýnir Systra Akt: Mikil kómík, skrautlegir karakterar og dásamleg tónlist

Flensborg sýnir Systra Akt: Mikil kómík, skrautlegir karakterar og dásamleg tónlist
Kynning
Fyrir 4 dögum

Bílageirinn: ALLT Á EINUM STAÐ FYRIR BÍLINN ÞINN

Bílageirinn: ALLT Á EINUM STAÐ FYRIR BÍLINN ÞINN
Kynning
Fyrir 1 viku

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!
Kynning
Fyrir 1 viku

Tilboð á aukahlutum í KitchenAid í Raflandi!

Tilboð á aukahlutum í KitchenAid í Raflandi!
Kynning
Fyrir 1 viku

Barnaloppan: Einfalt og þægilegt fyrir þig – og umhverfið allt!

Barnaloppan: Einfalt og þægilegt fyrir þig – og umhverfið allt!
Kynning
Fyrir 1 viku

Agu.is: Vönduð og litrík íslensk hönnun

Agu.is: Vönduð og litrík íslensk hönnun