fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Kynning

Gilbert úrsmiður og JS Watch Company: Svona er HM-úrið

Kynning
Kynningardeild DV
Föstudaginn 15. júní 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

JS Watch Company Reykjavik og Gilbert úrsmiður hafa unnið unnið í samvinnu við strákana í íslenska landsliðinu í fótbolta að hönnun sérstaks HM-úrs, WORLD CUP MMXVIII eins og það heitir. Fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu 2016 var hannað sérstakt EM-úr í samstarfi við strákana í landsliðinu. Það var gert með góðum árangri og þegar ljóst var að Ísland yrði með í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í Rússlandi í sumar óskaði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fyrir hönd strákanna í landsliðinu eftir því að búin yrði til ný útgáfa af úri og nú í tengslum við HM. EM-úrið var framleitt í 100 númeruðum eintökum og seldist mjög fljótt upp, en HM-úrið er framleitt í 300 númeruðum eintökum og er sala á úrunum nú í fullum gangi.

Hönnunin á úrinu er full af litlum smáatriðum sem tengjast landsliðinu og eru til dæmis tölurnar frá einum og upp í ellefu silfraðar. Þær tákna leikmennina. Tólfan, tölustafurinn 12 á skífunni, er rauð og táknar áhorfendur eða stuðningsmenn, 12. leikmanninn. Skífan er silfurhvít með blá mínútustrik upp í 45 en síðustu 15 mínúturnar eru afmarkaðar með rauðum strikum og á því svæði hringsins stendur „HALF TIME“ með vísun í leiktímann. Sekúnduvísirinn á úrinu er svo blár og í laginu eins og víkingaspjót. Á botninum á skífunni stendur ritað „FYRIR ÍSLAND“ og fyrir neðan miðju er nafn úrsins, WORLD CUP MMXVIII, þar sem R-ið snýr öfugt til marks um það að keppnin fer fram í Rússlandi. Á bakhliðinni stendur nafn framleiðandans, nafn úrsins og „VAR ÞAÐ EKKI“ til að minna á fagnaðarsöng landsliðsins eftir sigurleiki. Fyrstu 30 númerin eru frátekin fyrir landsliðshópinn.

JS Watch co. Reykjavik-úrin eru íslensk frá grunni. Þau eru hönnuð á teikniborði JS hér heima á Íslandi. Allir íhlutir úrsins eru síðan sérframleiddir eftir þeirra hönnun í mörgum, sérhæfðum verksmiðjum í Þýskalandi og Sviss og síðan settir saman hér á landi undir ströngu gæðaeftirliti Gilberts Ó. Guðjónssonar úrsmíðameistara sem nýtir áralanga þekkingu og reynslu sína af úrsmíði til að tryggja að hvert og eitt úr standist ströngustu kröfur.

Frá upphafi framleiðslunnar hefur verið leitast við að sameina glæsilega hönnun, gæði, fyrsta flokks úrverk og falleg armbönd. Vönduð úr eru munaðarvara og fylgihlutir sem bæði karlmenn og kvenmenn njóta þess að velja, bera og eiga. En úr er ekki bara skartgripur. Það er nytjahlutur sem hjálpar okkur að gegna skyldum okkar, halda loforð og skapa góðar minningar.

Fágæti úranna ásamt því að vera framleidd í hæsta gæðaflokki er það sem gerir þau eftirsóknarverð, en á skífu allra úranna stendur Reykjavík. Það ásamt, vönduðu verki, framleiðslu og sígildu útliti gerir úrin fágæt og einstök.

Úrvalið hefur aldrei verið meira en nánari upplýsingar um úrin og hönnunina má finna á vefsíðunni www.gilbert.is.

Gilbert úrsmiður, Laugavegi 62, sími: 551-4100.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
28.06.2024

Komdu með til Verona, Ítalíu í sumar!

Komdu með til Verona, Ítalíu í sumar!
Kynning
18.06.2024

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr