fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Kynning

Mexíkóskt kjúklinga – og avókadósalat

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 23. júlí 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjúklingasalat með avókadó og lime er girnilegt á að horfa og hollt og bragðgott. Ekta sumarsalat. Og lime dressingin sem kjúklingurinn er líka látinn marinera í, er svo sannarlega punkturinn yfir i-ið.

Undirbúningstími: 15 mínútur
Eldunartími: 8 mínútur
Réttur: Aðalréttur
Matargerð: Mexíkóskt
Skammtar: 3
Kaloríur: 487 kcal

*Innihald:

Lime dressing/marinering:
– 2 matskeiðar lime safi
– 1 matskeið hunang
– ¼ bolli olífuolía (65 ml)
– 1 hvítlauksrif, saxað smátt
– ½ teskeið salt og svartur pipar
Kjúklingur:
– 2 kjúklingabringur
– ½ teskeið chipotle krydd
– ½ teskeið oregano
– ¼ teskeið kúmín
– salt og pipar
– ½ matskeið olífuolía
Avókadó blanda:
– 1 avókadó, gróft skorið
– 1 bolli kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
– ¾ bolli maís
– ½ rauðlaukur, fínt skorinn
Salat
– ¼ bolli koríander, fínt skorið
– 5 bollar/lúkur kál, gróft skorið

*Leiðbeiningar:

Í meðfylgjandi myndbandi eru leiðbeiningar um matseldina, en einnig má lesa þær hér.
1. Settu hráefni fyrir lime dressingu/marineringu í krukku og hristu vel.
2: Settu 2 matskeiðar af dressingunni í zip-lock poka. Bættu chipotle kryddi, oregano, kúmín, salt og pipar í pokann og hrærðu saman við dressinguna. Settu kjúklingabringurnar í pokann, lokaðu honum og láttu marinera í 30 mínútur eða yfir nótt.
3. Hitaðu 1 matskeið af ólífuolíu á pönnu við lágan hita. Eldaðu bringurnar og láttu bíða í nokkrar mínútur og skerðu þær svo í sneiðar.
4. Bættu 2 matskeiðum af kóríander í dressinguna og hristu saman.
5. Settu avókadó, maís, tómata og lauk í skál. Bættu við afganginum af kóríander, settu dressingu yfir og hristu saman.
6. Settu kál í skál, settu dressingu yfir og hristu saman.
7. Settu kálið í skál, bættu avókadóblöndunni yfir og kjúklingnum. Settu dressinguna yfir. Gjörðu svo vel.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=zCdMp1rBAdg?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
19.02.2024

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri