fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
FókusKynning

DJ Grill: Happy Hour og DJ á föstudagskvöldum

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. júlí 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dj Grill er heimilislegur, vinalegur og þægilegur hamborgarastaður í miðbæ Akureyrar. Staðurinn stendur fyllilega undir þessum þremur lýsingarorðum því þú getur komið með fjölskyldunni og sest niður í rólegheitum og fengið þér hamborgara, samloku eða aðra smárétti. Þú getur líka skotist í hádegispásunni og fengið þér einn snöggan borgara og ef áhugi er fyrir hendi er lítið mál að koma og horfa á boltann á Dj Grilli. Þar eru sýndir flestir leikir sem eru á dagskránni í enska boltanum og í meistaradeildinni.

Spennandi nýjungar

Nokkrar litlar en áhugaverðar nýjungar eru að eiga sér stað í þjónustu staðarins í sumar, þessar helstar:

Á föstudagskvöldum í sumar, frá og með föstudagskvöldinu 14. júlí, verður Happy Hour á barnum frá 20.30 til 21.30 og strákarnir í Lucid Dreams mæta með „dj set“ vikunnar.

Hádegistilboð á aðeins 1.100 krónur alla virka daga og er hægt að panta fyrir hópa.

Jafnframt er hægt að horfa á íslenska boltann á flatskjáum á staðnum.

Byrjaði í gríni

Núverandi eigendur tóku við staðnum fyrir að verða um áratug, þrátt fyrir að vera á þeim tíma í tveimur öðrum störfum, að byggja sér húsnæði og með búskap til hliðar!

„Þetta byrjaði allt í hálfgerðu gríni,“ segja Elva Sigurðardóttir og Snæbjörn Sigurðsson, eiginmaður hennar. Það vantaði rekstraraðila fyrir staðinn og Elva og Snæbjörn ákváðu að slá til og prófa. Þau tóku við rétt fyrir verslunarmannahelgina og vissu ekkert út í hvað þau voru að fara, og varðandi tilsögn um reksturinn treystu hjónin á starfsfólkið og eiganda.

Mynd: Hilmar Fridjonsson

Þetta gekk mun betur en nokkur hafði þorað að vona og nokkrum mánuðum síðar urðu eigendaskipti. Stuttu síðar hætti Elva í sinni vinnu og hefur síðan einungis komið að Dj Grilli. Snæbjörn er smiður og búskapurinn er enn á sínum stað, sumir virðast bara hafa fleiri tíma í sólarhringnum en aðrir.

Staðurinn hefur tekið miklum breytingum síðan árið 2008, bæði útlitslega og varðandi matseðilinn. Fjölskyldan er nánast öll með annan fótinn á svæðinu, en starfsmannahópurinn stækkar ört eftir því sem líður á. Einn starfsmaður hélt áfram eftir eigendaskiptin og stendur enn vaktina við grillið og er hann löngu orðinn einn af fjölskyldunni.

Zurgbassi langvinsælastur

„Staðurinn á orðið stóran fastakúnnahóp en sem betur fer sjáum við líka mörg ný andlit,“ segja Elva og Snæbjörn.
„Það gleður okkur líka alltaf jafn mikið þegar utanbæjarfólk kemur aftur og aftur til okkar þegar það á erindi til Akureyrar. Þrátt fyrir að ostborgarinn sé alltaf klassískur hefur hamborgari sem við köllum Zurgbassa slegið í gegn og er sá allra, allra vinsælasti á seðlinum hjá okkur en hann er með piparosti og fleira góðgæti. Flestir hamborgararnir hjá okkur hafa stafina Dj fyrir framan; Dj Maggi, Dj Hulda og svo framvegis, en þess má geta að þegar við tókum við staðnum voru þetta helstu nöfnin sem voru að spila á Akureyri á þeim tíma. Zurgbassi er t.a.m. sviðsnafn sem Ingi Þór, sonur okkar, og vinur hans notuðu þegar þeir spiluðu.“

Dj Grill
Strandgata 11
600 Akureyri
Sími: 462–1800
www.facebook.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea