fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
FókusKynning

Sjóarinn síkáti: „Þetta er okkar þjóðhátíð“

Kynning

Sjómannadagurinn er eins konar þjóðhátíðardagur Grindvíkinga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 9. júní 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grindavík býr yfir mikilli og merkilegri sögu sjósóknar og þar er sjómannadagurinn í hávegum hafður; raunar hefur dagurinn breitt úr sér yfir í þriggja daga fjölskylduhátíð hin seinni ár: Hátíðin Sjóarinn síkáti hefur verið haldin síðan árið 1996 og hefur farið mjög stækkandi í seinni tíð. „Hér er fjölbreytt og þétt dagskrá alla helgina, frá föstudegi og út sunnudag. Þetta er fyrst og fremst bæjarhátíð og fjölskylduhátíð og hér er gleðin við völd alla helgina og rúmlega það,“ segir Siggeir Ævarsson, upplýsingafulltrúi Grindavíkurbæjar.

Segja má að hápunktar Sjóarans síkáta séu í raun margir, allt eftir smekk hvers og eins. Það liggur í hlutarins eðli að sunnudagurinn – sjálfur sjómannadagurinn – er einn þessara hápunkta, afar hátíðlegur dagur sem er Grindvíkingum hjartfólginn. Þá er meðal annars á dagskrá hátíðarstund í Grindavíkurkirkju og á bryggjunni. Föstudagskvöldið er líka gríðarstórt fyrir bæjarbúa sem fjölmenna í litaskrúðgöngu á hátíðarsvæðið þar sem slegið er upp bryggjuballi með öllu tilheyrandi. Fyrir aðra nær hátíðin hins vegar hámarki á laugardagskvöld með risadansleik í íþróttahúsinu: „Á laugardagskvöld er stórt ball þar sem SSSól spilar. Körfuknattleiksdeild UMFG heldur þetta ball alltaf. Þeir voru með Pál Óskar í fyrra og það var alveg troðið. Stefnan er að þetta verði ekki síðra í ár. Salka Sól kemur líka fram þarna og Emmsjé Gauti ætlar að loka kvöldinu – þannig að þetta ball verður fyrir alla aldurshópa,“ segir Siggeir.

Mynd: Siggeir F. Ævarsson

Gríðarlegur fjöldi sækir Sjóarann síkáta en vitanlega staldrar fólk mislengi við. Samkvæmt tölum frá Vegagerðinni lögðu um 40.000 manns leið sína á hátíðina í fyrra. „Það er rosalega margt fólk í bænum. Þá kemur sér vel að ferðaþjónustuaðilarnir hér eru orðnir mjög öflugir og hér eru margir og fjölbreyttir veitingastaðir, hótel og fleira, þannig að við getum tekið á móti miklum mannfjölda og viljum endilega fá sem flesta. Við hlökkum til að taka á móti fólki og bjóðum gesti hjartanlega velkomna til Grindavíkur.“

Mynd: Siggeir F. Ævarsson

Siggeir ítrekar að Sjóarinn síkáti sé umfram allt fjölskylduhátíð: „Við leggjum mikla áherslu á barnadagskrá, að þetta sé fjölskylduvæn hátíð. Síðan erum við með 20 ára aldurstakmark á tjaldstæðið því við viljum umfram allt beina fjölskyldufólki þangað. Auk þess er ókeypis í flest leiktæki. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi á hátíðinni, hvort sem fólk gerir sér dagsferð suður með sjó eða dvelur hjá okkur alla helgina.“

Mynd: Siggeir F. Ævarsson

Hátíðin er brostin á, Grindavíkurbær hefur verið er skreyttur og búið að skipta honum upp í fjögur litahverfi: rautt, grænt, blátt og appelsínugult. Það er full ástæða til að bregða sér til Grindavíkur um helgina og gera sér glaðan dag.

„Þetta er okkar þjóðhátíð og sjómannadagurinn er til dæmis miklu stærri dagur hér en 17. júní,“ segir Siggeir.
Ítarlegar upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar er að finna á vefsíðu hátíðarinnar, sjoarinnsikati.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea