fbpx
Þriðjudagur 07.október 2025
FókusKynning

Lífið er tækifæri – gerum það skemmtilegt

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 3. júní 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er oft barnaleg, ég veit það og mér er alveg sama. Ég hendi oft í hnyttnar athugasemdir (að eigin mati) þegar ég hitti fólk af því að mér finnst gaman að hlæja sjálf og fá aðra til að brosa. Af sömu ástæðu pósta ég misgáfulegum bröndurum og myndum á Facebook. Fréttir um limlestingu fólks, stjórnmálaumræða og stanslaust væl er eitthvað sem ég set ekki þar, ég er með vefsíður fréttamiðla fyrir það fyrst nefnda, hef næstum engan áhuga á stjórnmálum og ég á vini til að hringja í þegar ég þarf á öxl að halda til að gráta á.

Sumum finnst þetta sérstakt og finnst nú kannski kominn tími til að ég hagi mér eftir aldri, enda komin á miðjan aldur með barn sem nálgast þrítugsaldurinn hratt. En ég er búin að ákveða að halda uppteknum hætti eins lengi og ég get. Ég ætla að vera konan á Grund sem hendir í hjólastólarall og koppafleytingar á ganginum og klípur í rassinn á lækninum. Það verður líka að vera eitthvað fútt í köflum lífsins ef einhverjum dytti í hug að skrifa um mann á gamalsaldri, hvað þá ef lesningin á að verða metsölubók. Það er ekkert gaman að sigla nema séu öldur, eins og máltækið segir. Hvert fleyið ber mann svo áður en yfir lýkur er eitthvað sem mun koma í ljós, en vonandi verður áfram fútt og fjör í hvaða höfn sem maður lendir í.

Ég er líka einstaklega forvitin að eðlisfari, sem hentar auðvitað mjög vel í mínu starfi. Hef einkar gaman af fólki, öllu því sem fær það til að „tikka“ og hvað það er gera og ætlar að fást við í lífinu. Þess vegna er alveg tilvalið ef þú ert heima hjá þér eða annars staðar að dútla við eitthvað sem er skemmtilegt og áhugavert fyrir þig og jafnvel fyrir aðra að láta mig vita. Mig langar pottþétt til að fræðast um það og koma því á framfæri.

Sköpum tækifæri í lífinu, höfum það skemmtilegt og áhugavert því lífið er of stutt fyrir leiðindi.

Kær kveðja, Ragna
ragna@dv.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
08.11.2024

Frumsýna Audi Q6 á morgun – Kaflaskil í hönnun rafbílsins vinsæla

Frumsýna Audi Q6 á morgun – Kaflaskil í hönnun rafbílsins vinsæla
Kynning
06.11.2024

TIME útnefnir ökumannsskilningskerfi Volvo EX90 eina af bestu uppfinningum ársins 2024

TIME útnefnir ökumannsskilningskerfi Volvo EX90 eina af bestu uppfinningum ársins 2024
Kynning
18.06.2024

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn
Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær