fbpx
Föstudagur 12.september 2025
FókusKynning

Lífrænn bændamarkaður á Grensásvegi 10

Kynning

Rekinn af bændunum á Akri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 25. júní 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífræni matvörumarkaðurinn „Bændur í bænum“ flutti fyrr á árinu frá Nethyl 2c yfir á Grensásveg 10, í húsnæði gömlu EJS-búðarinnar. Gunnar Örn Þórðarson hjá „Bændum í bænum“ er afar ánægður með þessa breytingu:

„Ég held að það sé gott að fá aukna hollustu hingað í hverfið og að hún falli vel inn í þá fjölbreyttu starfsemi sem hér er að finna. Slagorðið okkar er Borðaðu þér til bóta og það er í fullu gildi hér á Grensásnum. Við leggjum áherslu á ferska, heilnæma matvöru og liggur metnaður okkar í því að hafa alltaf ferskustu vörurnar á boðstólum. Núna liggur fyrir að auka vöruúrvalið, bæta við hreinlætisvörum og öðru sem okkur hefur þótt vanta í vöruúrvalið. En allt skal vera lífrænt og umhverfisvænt.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Bændur í bænum er alvöru bændamarkaður. Við rekum einnig Garðyrkjustöðina Akur og sjáum því um vörunar okkar, allt frá því þeim er sáð þar til við afhendum þær yfir búðarborðið. Því erum við mjög stolt af. Aðrar vörur koma síðan frá öðrum lífrænum framleiðendum sem við erum í góðum tengslum við.

Við seljum aðeins vörur sem standast okkar kröfur um lífræna framleiðslu, heiðarleika, gegnsæi og rekjanleika í viðskiptum. Við flytjum inn ávexti frá Eosta í Hollandi sem á vörumerkið Nature & more, og þurrvöru frá Saltå kvarn í Svíþjóð. Viðskiptavinir geta spurt um hvaðeina sem snertir vörurnar, framleiðslu, flutning og matseldina. Hér er mikil sérþekking til staðar og oft eru framleiðendurnir sjálfir á staðnum.

Við erum með mjólkurafurðir frá Biobú, útigrænmeti frá Hæðarenda og grænmeti og ost frá Skaftholti. Brekkulækur sér okkur fyrir lamba- og nautakjöti og Litla gula hænan sér okkur fyrir velferðarkjúklingi. Einnig erum við með hráfæðiskökur frá organic.is og þurrvörur frá Kaja Organic, svo fátt eitt sé nefnt.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Besta leiðin til að kynna sér úrvalið er að koma í verslunina að Grensásvegi 10 en hún er opin virka daga frá kl. 11 til 18.15. Einnig er áhugavert og gagnlegt að skoða netverslunina á slóðinni baenduribaenum.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
19.02.2024

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri