fbpx
Föstudagur 12.september 2025
FókusKynning

Vandvirkni og heildarlausnir

Kynning

Verkfar ehf.

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 20. júní 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Verkfar er bæði í viðhaldi og nýbyggingum og tekur að sér öll verk sem undir slíkt falla, bæði stór og smá,“ segir Hallgrímur V. Jónsson, málarameistari og eigandi fyrirtækisins Verkfars sem var stofnað árið 2010. Reynsla Hallgríms í faginu nær þó mun lengra aftur en hann er bæði lærður meistari í bílamálun og húsamálun. Seinni árin hefur hann snúið sér í æ ríkari mæli að húsamálun og heildarlausnum varðandi bæði nýbyggingar og viðhald húseigna.

„Ég vinn mikið fyrir verkfræðistofur og kem inn í þeirra verkefni. Á vorin og sumrin er skiljanlega mest að gera við útimálun húsa en á veturna förum við meira inn í nýbyggingar að sparsla og mála,“ segir Hallgrímur. Að honum meðtöldum eru alls þrír málarar í fullu starfi hjá fyrirtækinu en Verkfar hefur auk þess samstarf við aðra iðnaðarmenn, til dæmis smiði og múrara, og getur þannig veitt heildarlausnir varðandi nýbyggingar og viðhald.

„Ég er vanalega aðalverktaki í öllum mínum verkefnum. Stórir og smáir aðilar leita tilboða hjá mér og það er alltaf gert tilboð í byrjun um heildarvinnuna þannig að viðskiptavinurinn veit frá upphafi hvað verkið mun kosta hann og ég veit hvað rennur til mín. Þetta er mjög þægilegt og traust fyrirkomulag fyrir báða aðila,“ segir Hallgrímur.

Verkfar sinnir jafnt verkefnum fyrir almenning sem fyrirtæki og stofnanir, auk húsfélaga og fasteignafélaga. Fyrirtækið vinnur bæði lítil og stórverk og kappkostar ávallt að auðsýna ýtrustu fagmennsku við vinnu sína og skila af sér pottþéttu verki. Verkin sem fyrirtækið skilar af sér bera þess vitni að þar eru að verki menn sem elska vinnuna sína og vandvirknin er engu lík.

Til að fá tilboð í verk er gott að senda fyrirspurn á netfangið hallgrimurvj@gmail.com eða hringja í síma 821-1333. Á heimasíðu fyrirtækisins, verkfar.is, er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar, til dæmis fróðlega grein um liti og litaval. Verkfar er líka á Facebook: Facebook.com/verkfar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
19.02.2024

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri