fbpx
Föstudagur 12.september 2025
FókusKynning

Meinhollur, ljúffengur og sívinsæll

Kynning

Eyjabiti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 10. júní 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eðlilega tengja margir Eyjabita við Vestmannaeyjar enda voru harðfiskafurðir undir þessu nafni framleiddar þar um tíma. En fyrir 21 ári var stofnuð fiskvinnslan Darri á Grenivík sem keypti rekstur Eyjabita og síðan hefur Eyjabitinn verði framleiddur á Grenivík. Darri er í eigu Heimis Ásgeirssonar og sinnir eingöngu harðfiskvinnslu en hráefnið er keypt á frjálsum markaði. Um 12 til 16 manns starfa hjá fyrirtækinu hverju sinni, einhverjir í hlutastarfi, en ársverk eru alls 13.

„Við erum með þrjár fisktegundir, þorsk, ýsu og steinbít, og úr þessu hráefni framleiðum við 7–8 vörutegundir. Til dæmis eru það beinhreinsuð, roðlaus þorskflök í alls konar pakkningum. Við erum líka með beinhreinsuð ýsuflök og bitafisk úr ýsu. Þá erum við með svokallaða óbarða ýsu, eins og hún kom úr hjallinum í gamla daga. Sumir vilja fiskinn þannig, það er áður en hann valsast. Þá er hægt að brjóta sér af honum til að maula,“ segir Heimir.

Um 82 prósent af Eyjabita eru prótein. Af u.þ.b. 100 kílóum af slægðum fiski koma 8,2 til 8,5 kíló af harðfiski en afgangurinn er vatn, bein, haus og annað. Það hverfur því engin næring við þurrkunina.
Harðfiskur hefur lengi verið vinsæl vara en að sögn Heimis hafa vinsældir Eyjabitans farið mjög vaxandi undanfarin ár og hann er til sölu í nær öllum verslunum sem selja matvöru:

„Okkur hefur alltaf tekist að selja allt sem við framleiðum, en árleg framleiðsla núna er úr um 500 tonnum af slægðum fiski. Úr því vinnum við um 42 tonn af harðfiski,“ segir Heimir og ljóst er að fólk kann sífellt betur að meta þessa hollu og próteinríku vöru. Segir Heimir að aukin umræða um hollt mataræði og heilsusamlega lifnaðarhætti vinni með Eyjabitanum.

Salan hjá Darra er þó ekki bundin við innanlandsmarkað því um 40 prósent af framleiðslunni fara til útflutnings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
19.02.2024

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri