fbpx
Föstudagur 12.september 2025
FókusKynning

Topptjöld henta íslenskri veðráttu og eru einstaklega einföld í uppsetningu

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 26. maí 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hentar ekki í öllum ferðalögum að vera með stóran tjaldvagn í eftirdragi, síst þegar farið er í göngu á hálendið og gist úti við í íslensku sumarnóttinni. Topptjöld sem fest eru á bílþök eru afar þægilegur og heppilegur kostur í slíkar og fleiri ferðir. Fyrirtækið Topptjald.is býður upp á framúrskarandi tjöld frá ítalska framleiðandanum Autohome og er fjölbreytni mikil í stærðum og gerðum. Tjöldin henta afar vel íslenskri veðráttu m.a. vegna góðrar einangrunar. Annar kostur þeirra er hvað þau eru einföld í uppsetningu:

„Við erum t.d. með ákveðnar týpur af tjöldum, Autohome Columbus, sem eru þannig gerðar að ég get búið um og sett aukaföt og fleira af slíku tagi inn í tjaldið úti á plani heima og haldið svo af stað í ferðalag með tjaldið klárt á toppnum. Þessi tjöld líta út eins og stór tengdamömmubox og það þarf bara að losa eina læsingu og tjaldið smellur sjálfkrafa upp þegar komið er á staðinn,“ segir Bogi Jónsson hjá Topptjald.is.

Aðdragandinn að stofnun fyrirtækisins var nokkuð sérstæður og tengist bílaleigu sem Bogi og meðeigandi hans, Hörður Bjarnason, reka samhliða topptjaldasölunni: „Þegar við stofnuðum bílaleiguna árið 2012 vildum við sérhæfa okkur með því að bjóða eingöngu bíla með topptjöldum. Við keyptum fyrsta sumarið einhver topptjöld hér innanlands sem kláruðust í útleigunni það sumarið því þau þoldu ekki stöðuga útleigu. Þá tókum við að leita til útlanda eftir betri tjöldum og niðurstaðan var að kaupa þau sem okkur fannst best, frá ítalska framleiðandanum Autohome. Síðan þróuðust mál með þeim hætti að þeir spurðu hvort við vildum ekki fara að bjóða þessi tjöld til sölu á Íslandi.“

Bílaleiguna rekur Bogi áfram við hið topptjaldasölunnar. Segir hann tjöldin njóta mikilla vinsælda, sérstaklega á meðal erlendra ferðamanna en Íslendingar eru í síauknum mæli að uppgötva þennan heppilega kost fyrir ferðalög um landið.

„Í sumar eigum við von á þremur gámum af tjöldum frá Ítalíu og eru einungis örfá tjöld óseld úr þeirri sendingu. Meirihluti þessara tjalda er sérframleiddur fyrir okkur með íslenska veðráttu í huga, þ.e. margföld vatnsheldni, sérstyrktir rennilásar og fleiri og sterkari læsingar en á hefðbundnum tjöldum frá þeim. Eftir sumarið verða á þriðja hundrað topptjöld frá okkur komin á bíla hér á Íslandi,“ segir Bogi.

Þess má geta að topptjöldin hafa verið í notkun á bílaleigu Boga og Harðar síðan árið 2013 og staðið af sér öll óveður í gegnum árin.

Topptjald.is er til húsa að Njarðarbraut 1 í Reykjanesbæ. Símanúmer er 422 7770. Fyrirspurnir má gjarnan senda á netfangið topptjald@gmail.com. Nánari upplýsingar er að finna á síðunni topptjald.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Óvissa með Cole Palmer
Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
19.02.2024

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri