fbpx
Föstudagur 12.september 2025
FókusKynning

Alhliða málningarþjónusta í Skagafirði

Kynning

Doddi málari

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 14. maí 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Doddi málari er öflugt málningarþjónustufyrirtæki sem staðsett er á Sauðárkróki, að Raftahlíð 73. Fyrirtækið var stofnað þann 1. júní árið 1997 en var breytt eignarhaldsfélag árið 1998. Eigendur eru Þórarinn Sveinn Thorlacius og Hólmfríður Jóhannsdóttir. Gæða- og framkvæmdastjóri er Magnús Þórarinn Thorlacius. Fastir starfsmenn á ársgrundvelli eru 4–6 en á sumrin er bætt við 6–10 starfsmönnum eftir verkefnastöðu hverju sinni en verkefni færast mjög í vöxt á sumrin. Frá stofnun fyrirtækisins hafa um 140 manns unnið hjá Dodda málara ehf.

Doddi málari sinnir ýmiss konar verkefnum, meðal annars viðhaldi á gömlum húsum og kirkjum, málun togara og báta, málun virkjana, sem og viðhaldi á venjulegum húsum. Doddi málari starfar að mest leyti innan Skagafjarðar og veitir þar fjölmörgum íbúum og fyrirtækjum góða og faglega þjónustu. Stundum er þó farið út fyrir héraðið og árið 2009 héldu nokkrir starfsmenn Dodda málara til Færeyja og máluðu þar skólabyggingu. Verkið tók um þrjá mánuði. Færeyingar tóku vel á móti starfsmönnum Dodda málara og samstarfið gekk í einu og öllu vel.

Doddi málari hefur frá upphafi stutt vel við íþróttastarf í héraðinu, aðallega við knattspyrnu- og körfuboltadeildir Tindastóls, með styrkjum og með því að útvega leikmönnum liðsins sumarvinnu.

Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þjónustu Dodda málara eða fá nánari upplýsingar geta sent fyrirspurn á netfangið maggitoll@gmail.com eða hringt í síma 869-8101.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
19.02.2024

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri