fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
FókusKynning

Skemmtileg tímamót í sögu Bjarkarblóma

Kynning

Nýir eigendur og ný verslun í Þorlákshöfn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 29. október 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blóma- og gjafavöruverslunin Bjarkarblóm hefur gengið í gegnum mörg skemmtileg tímamót undanfarin misseri sem öll hafa orðið til að gera fyrirtækið enn skemmtilegra. Haustið 2016 flutti verslunin sig um set innan Smáralindar og fékk aðsetur á torginu fyrir framan nýja og glæsilega innganginn sem opnaður var í Smáralind þá. Voru þá innréttingar og allt útlit verslunarinnar endurnýjuð og gott gert enn betra. Í þessum mánuði urðu síðan önnur tímamót er nýir eigendur tóku við versluninni, þau Bergþóra Björg Karlsdóttir og Steinþór Viggó Bjarnason. Í millitíðinni opnuðu þau aðra blóma- og gjafavöruverslun, Bjarkarblóm í Þorlákshöfn, í janúar á þessu ári.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Bergþóra segir að raunar sé eiginmaður hennar, Steinþór, eingöngu eigandi á pappírnum, því það er hún sem annast reksturinn, segist hún í gríni hafa gert eiginmanninn að lagerstjóra. Blóm og blómaskreytingar er fag sem Bergþóra hefur mikla reynslu af:

„Ég starfaði hjá henni Elvu í Bjarkarblómum í sex ár. Ég útskrifaðist á þeim tíma í blómaskreytingum frá Landbúnaðarháskóla Íslands árið 2014, en það ár var síðast haldið Íslandsmót í blómaskreytingum. Ég var eini neminn sem skráði sig til keppni og vann því sjálfkrafa sigur í B-flokki. Hins vegar var mér líka boðið að keppa í A-flokknum, flokki atvinnumanna, þar sem ég atti kappi við fremsta blómaskreytingafólk landsins, og þar náði ég öðru sæti. Og þar sem keppnin hefur ekki verið haldin síðan er ég enn handhafi annars sætisins á Íslandsmótinu í blómaskreytingum.“

Bjarkarblóm bjóða upp á fersk blóm, pottablóm og gjafavöru í miklu úrvali, meðal annars fallega danska hönnun. Með nýjum eigendum eykst úrvalið af gjafavöru enn frekar og eru meðal annars í boði nýjar línur í kertastjökum og kertum.

Að sögn Bergþóru er mest um að fólk kaupi fersk blóm í versluninni, enda kappkostar hún að bjóða alltaf upp á gott úrval af fallegum, ferskum blómum.

„Við eigum mikið af föstum viðskiptavinum sem koma hingað alls staðar að af landinu en svo rekst oft inn hér fólk sem er í öðrum erindagjörðum í Smáralindinni og man eftir því skyndilega að það vantar eitthvað til gjafa eða kippir með sér blómvendi,“ segir Bergþóra.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Bjarkarblóm bjóða enn fremur upp á gjafapökkun og að sögn Bergþóru er það aðalvinna starfsfólksins um helgar. Fyrir hóflegt verð fá viðskiptavinir gjafirnar fallega innpakkaðar með slaufum og sellófani og blóm fylgja með.

Bjarkarblóm í Smáralind eru opin frá 10 til 19 mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga, á fimmtudögum er opið frá 10 til 21, laugardaga 10 til 18 og sunnudaga frá 12 til 18.

Blómabúðin í ráðhúsinu í Þorlákshöfn

Þau Bergþóra og Steinþór fluttu til Þorlákshafnar fyrir tveimur árum og í byrjun þessa árs opnuðu þau blómabúð í ráðhúsinu í Þorkákshöfn, að Hafnarbergi 1. Í sama húsnæði hafa tvær aðrar blómaverslanir verið reknar en ekki hafði verið starfandi blóma- og gjafavöruverslun í bænum síðan 2014.

Reksturinn í Þorlákshöfn er heldur umfangsminni en í Smáralind en samt er þar gott úrval af gjafavöru og ávallt mikið til af nýjum og ferskum blómum sem gleðja augað og hjartað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
19.02.2024

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri