fbpx
Laugardagur 13.september 2025
FókusKynning

Nýlegir bílar á réttu verði og kaupendur njóta sterkrar krónu

Kynning

Nýja bílahöllin, Eirhöfða 11, Bílakjarnanum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 23. janúar 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er búinn að starfa við bílasölu frá árinu 1982 og við sjálfstæðan rekstur frá árinu 1988,“ segir Ingimar Sigurðsson, eigandi Nýju bílahallarinnar, sem stofnuð var fyrir 29 árum. Hún er með aðsetur í Bílakjarnanum að Eirhöfða 11 í Reykjavík. Þar er góð aðkoma og frábær aðstaða til að skoða og sýna bíla.

„Í gegnum tíðina höfum við tekið að okkur allar gerðir af bílum. Í upphafi lögðum við áherslu á ódýra bíla en undanfarin ár höfum við fært okkur meira yfir í að selja nýlega bíla. Stór hluti kaupenda eru bílaleigur en þær hafa verið uppistaðan í kaupendahópi nýlegra bíla eftir hrun.“

Að sögn Ingimars er bílasala á uppleið. „Straumurinn undanfarin misseri hefur hins vegar meira legið í nýja bíla og það hefur aðeins slitnað á milli sölu nýrra og notaðra bíla. Á þessu ári teljum við hins vegar að þetta leiti í sama far, þ.e. að sala á notuðum bílum muni haldast í hendur við sölu á nýjum bílum.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Nýja bílahöllin er með yfir 150 bíla í sölu og afskaplega góða sýningaraðstöðu: „Við erum með 10 bíla innisal og 150 bíla útisvæði. Það er fágætt að bílasölur bjóði upp á svona stórt útisvæði og innisal að auki,“ segir Ingimar.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Að sögn Ingimars kappkostar Nýja bílahöllin að bjóða upp á rétt verð á notuðum bílum, í samræmi við verð á nýjum, og láta þannig kaupendur notaðra bíla njóta styrkingar krónunnar: „Við höfum reynt að hafa það að leiðarljósi að hafa verð á bílum rétt miðað við nývirði. Verð á notuðum nýlegum bílum, 3–5 ára, á að haldast í hendur við nývirði, með öðrum orðum að lækka eðlilega, við reynum að hafa það eins rétt og mögulegt. Á síðustu 12 mánuðum hefur gengið styrkst um 17% sem þýðir að verð á nýjum bílum hefur lækkað og við erum að reyna að útfæra það á notaða markaðinn.“

Sem fyrr segir er Nýja bílahöllin til húsa að Eirhöfða 11, í Bílakjarnanum. Opið er virka daga frá 10 til 18 og á laugardögum frá 12 til 15. Sími er 567 2277. Nánari upplýsingar á vefsíðunni nyja.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
19.02.2024

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri