fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
FókusKynning

Reiðkennsla við hæfi hvers og eins

Kynning

Reiðskólinn Faxaból í Víðidal

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 19. maí 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það koma til okkar alls konar krakkar, sumir finna sig ekki í þessum hefðbundnu íþróttagreinum en blómstra í hestasportinu. En svo eru önnur börn sem eru líka á fullu í boltaíþróttum eða fimleikum og þetta er þeim kærkomin viðbót. Mér finnst sérstaklega gaman og gefandi þegar krakkar sem ekki hafa fundið sig neins staðar annars staðar njóta sín hér og taka ástfóstri við hestamennskuna.“

Þetta segir Ellý Tómasdóttir hjá reiðskólanum Faxabóli sem hún rekur ásamt móður sinni, Þóru Þrastardóttur. Fyrirtækið hefur verið starfandi frá árinu 2000 og byggt upp mikla þekkingu og reynslu á hestamennsku og reiðkennslu fyrir börn.

Námskeiðin eru ætluð börnum á grunnskólaaldri en algengasti aldurshópurinn er 6–10 ára. Hvert námskeið stendur yfir í tvær vikur þannig að kennt er á virkum dögum. Námskeiðin standa yfir annars vegar frá kl. 9–12 og hins vegar 13-–16 og því er hægt er að velja um að vera á námskeiðinu fyrir eða eftir hádegi.

Mikil áhersla er lögð á öryggi en krakkarnir njóta traustrar leiðsagnar reiðkennara og þeim til halds og trausts er líka aðstoðarfólk, ungmenni sem hafa ílengst á námskeiðunum ár eftir ár. „Margir bestu kennararnir okkar eru unglingar sem hafa byrjað hjá okkur sem börn á námskeiðum og tekið ástfóstri við hestamennskuna,“ segir Ellý.

Hóparnir eru samsettir eftir getu og reynslu, frá byrjendahópi og upp í framhaldshóp 3. Reynt er að miða við 10–12 nemendur í hverjum hópi og hver hópur hefur sinn kennara og 1–2 aðstoðarmenn . „Við leggjum mikla áherslu á að hver og einn fái kennslu við sitt hæfi og fái verkefni sem efli sjálfstraust og hæfni í hestaíþróttinni,“ segir Ellý.

Hestar reiðskólans eru sérvaldir og í eigu skólans, þeir eru þægilegir í umgengni, traustir, hafa einstakt geðslag og vita nákvæmlega til hvers er ætlast af þeim. Hestunum er jafnframt skipt niður á getustigin svo hver nemandi fái verkefni við hæfi til að öðlast meiri færni í reiðmennskunni. Rétt eins og mannfólkið er hver og einn hestur einstakur og lögð er áhersla á að nemendur kynnist sem flestum hestum og fái þannig góða sýn á hestinn og þá eftirsóknarverðu eiginleika sem hann getur búið yfir sem félagi og kennari.

Nánari upplýsingar og skráning eru á vefsíðunni faxabol.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea