fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
FókusKynning

Heimilislegur matur og ekta hafnarstemning

Kynning

Kænan, Óseyrarbraut 2, Hafnarfirði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. júlí 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kænan er staðsett alveg við höfnina í miðbæ Hafnarfjarðar og má að mörgu leyti líkja við Kaffivagninn og Grandakaffi í Reykjavík þó að allir þrír staðirnir séu einstakir hver á sinn hátt. Gestir Kænunnar kunna vel að meta þjóðlegan íslenskan mat í bland við vinsæla erlenda rétti eins og sænskar kjötbollur. Royal-búðingur Kænunnar er alltaf á matseðlinum á föstudögum og margir fastagestir ganga að honum vísum, hlakka jafnvel til stundarinnar þegar nær dregur föstudeginum. Í hádeginu á mánudögum er ljúffengur, steiktur fiskur vinsæll.

„Hingað koma mikið karlar sem eru að vinna við höfnina. Hérna eru til dæmis karlahópar sem koma saman í morgunkaffi. Það er alltaf mikið að gera í hádegismatnum og svo eru margir sem koma í eftirmiðdaginn og fá sér kaffi og brauð, og svo aðrir sem fá sér kökubita,“ segir Jonni, vertinn á Kænunni, öðru nafni Jón Ólafur Guðmundsson. Sannkölluð hafnarstemning ríkir á staðnum enda er stór hluti gestanna tengdur við vinnu á höfninni og innréttingar og skreytingar á staðnum bera hafnarlífinu og sjómennskunni vitni, auk þess sem úrvalsgott íslenskt sjávarfang er í boði í hádegismatnum

Erlendum ferðamönnum fer fjölgandi í gestahópi Kænunnar en eru þó enn lágt hlutfall. Kænan er hins vegar kjörinn staður fyrir alla þá sem vilja prófa að borða hefðbundinn íslenskan heimilismat og því óhætt að mæla með staðnum fyrir erlenda ferðamann sem vilja kynnast íslenskri matseld.

Kænan er einnig heppilegur hádegisverðarstaður fyrir vinnandi fólk á svæðinu því hver vill ekki stundum gæða sér á staðgóðum, íslenskum heimilismat í hádeginu?

Á Facebook-síðu Kænunnar, facebook.com/KaenanVeitingarstofa/, er daglega birtur hádegismatseðill staðarins og þar kennir margra áhugaverðra grasa. Eins og fyrr segir er steiktur fiskur ávallt í boði í hádeginu á mánudögum, en þá má stundum líka fá sænskar kjötbollur, sem eru mjög vinsælar.

Hakkabuff með kartöflumús og piparsósu er einn af mörgum girnilegum réttum Kænunnar. Einnig má fá afar hefðbundna rétti á borð við íslenska kjötsúpu og kjöt í karrí. Blómkálssúpa, aspassúpa og steiktur kjötbúðingur eru einnig á meðal fjölbreytilegra rétta Kænunnar þar sem ekta íslenskur heimilismatur er í hávegum hafður.

Kænan
Óseyrarbraut 2
Hafnarfjörður
Opið virka daga: 7 til 17
Sími: 565-1550

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.01.2025

Vetrarhátíð Heklu fer fram um helgina

Vetrarhátíð Heklu fer fram um helgina
Kynning
09.01.2025

Notalegur lúxus hjá Regus á Laugavegi og Síðumúla

Notalegur lúxus hjá Regus á Laugavegi og Síðumúla
Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq