fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
FókusKynning

„Fólk ætti endilega að skreppa vestur og upplifa þetta“

Kynning

Halldór hjá Húsinu spjallar um Mýrarboltann og verslunarmannahelgina

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 23. júlí 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitinga- og skemmtistaðurinn Húsið er til húsa að Hrannargötu 2 á Ísafirði og blasir við um leið og ekið er inn í bæinn. Halldór ræður ríkjum í Húsinu og er oftast kenndur við staðinn. Mikið er um að vera á staðnum hans sem og alls staðar í bænum um verslunarmannahelgina en það er Mýrarboltinn sem knýr fjörið áfram þessa helgi. Halldór sjálfur er vel kunnugur Mýrarboltanum og er nú að taka þátt í tíunda – og að hans sögn síðasta skipti.

„Maður er kominn á aldur og ég ætla að hafa þetta síðasta skipti. Ég keppi með liðinu FC Kareaoki sem verður brátt sögufrægt enda er verið að gera heimildamynd um það,“ segir Halldór, en Mýrarboltinn er nú haldinn í 12. skipti.

Halldór segir að keppnin hafi stækkað gífurlega í gegnum árin:

„Í upphafi voru þetta bara fimm til sex lið en núna eru um 80 lið búin að skrá sig til leiks,“ segir Halldór. Það má því eiga von á mörg hundruð keppendum um verslunarmannahelgina en auk keppendanna koma fjölmargir áhorfendur. Segir Halldór að ekki megi í milli sjá hvort sé meiri skemmtun, að taka þátt í keppninni eða að horfa á hana. Hvort tveggja sé ógleymanlega upplifun: „Fólk ætti endilega að skreppa vestur og upplifa þetta, það verður ekki svikið af því,“ segir Halldór.

Geysilega margt verður í boði á Ísafirði um verslunarmannahelgina. Er þar jafnt um að ræða fjölskylduskemmtanir sem næturdansleiki. Á stað Halldórs, Húsinu, verður mikið um að vera og má þar meðal annars nefna dansleik með hljómsveitinni Boogie Trouble, aðfaranótt mánudags, en hún spilar þá frá miðnætti til klukkan 4 um nóttina. Fyrr um kvöldið verður lítil brenna þar sem fólk safnast saman og Páll Óskar og fleiri tónlistarmenn koma fram. Það verður líka stórt ball í Edinborgarhúsinu um helgina þar sem Páll Óskar stígur líka á svið.

Það er alltaf mikið að gera í veitingasalnum hjá Halldóri um verslunarmannahelgina og raunar er mikið að gera hjá honum allt sumarið. Má búast við því að hvert borð verið setið alla helgina. Matseðillinn er fjölbreyttur, frá réttum á borð við grænmetisbökur og hamborgara upp í fínustu nautasteikur. Einnig er fiskur dagsins og súpa dagsins mjög vinsæl á staðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.01.2025

Vetrarhátíð Heklu fer fram um helgina

Vetrarhátíð Heklu fer fram um helgina
Kynning
09.01.2025

Notalegur lúxus hjá Regus á Laugavegi og Síðumúla

Notalegur lúxus hjá Regus á Laugavegi og Síðumúla
Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq