fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
FókusKynning

Brjóst Heiðrúnar sprakk í kjölfar sýkingar: „Mig svimaði og ég froðufelldi af sársauka“

Eignaðist soninn Viktor Axel þann 1. nóvember – Fékk stíflu í brjóstið eftir fæðinguna

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 10. mars 2016 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er spæld yfir því að svona mikill tími er búinn að fara í veikindi sem annars hefði getað farið í góða stund með nýfæddum syni mínum honum Viktori Axel,“ segir Heiðrún Teitsdóttir, 26 ára kona, í viðtali við Hún.is. Athygli er vakin á því að myndin neðst í fréttinni gæti vakið óhug hjá fólki.

Heiðrún eignaðist sitt fyrsta barn þann 1. nóvember síðastliðinn. Í viðtalinu, sem vakið hefur mikla athygli, segir Heiðrún að hún hafi framleitt of mikla mjólk sem varð til þess að stíflur fóru að gera vart við sig. Innan við mánuði eftir fæðinguna hafði Heiðrún fengið stíflu í þrígang.

Brjóstið bólgið

Heiðrúnu var sagt að hún gæti átt von á að vera með stífluna í viku en hún ætti að reyna að losa hana sjálf. Það gekk erfiðlega og fjórum dögum síðar fékk hún að fara í pumpu á heilsugæslustöðinni í sínu hverfi. Á þessum tímapunkti var hægra brjóstið orðið bólgið og geirvartan flöt.

Þrátt fyrir að margt hafi bent til þess að ekki væri allt með felldu var Heiðrún send heim, en fljótlega á eftir fékk hún hita, skjálfta og beinverki. Þann 6. desember hafði Heiðrún samband við lækni sem sagði henni að halda áfram að reyna að losa stífluna. Ástandið batnaði ekkert og tveimur dögum síðar hringdi Heiðrún í heimaþjónustuna. Var henni sagt að hún gæti farið á heilsugæsluna, þar gæti hún fengið verkja- og sýklalyf ef „hún bæri sig nógu illa“.

Brjóstið sprakk bókstaflega

Læknirinn ávísaði verkja- og sýklalyfjum og tjáði Heiðrúnu að ástandið myndi lagast. Það var svo sunnudaginn 13. desember að Heiðrún hringdi grátandi í foreldra sína vegna sársauka.
„Þau komu til mín og keyrðu mig á læknavaktina í Kópavogi. Læknirinn vildi auðvitað fá að sjá brjóstin en þegar ég lyfti toppnum sem ég var í sprakk hægra brjóstið bókstaflega,“ segir Heiðrún í viðtalinu. „Mig svimaði og froðufelldi bara af eintómum sársauka.“

Raunum Heiðrúnar var fjarri því lokið, en viðtalið við hana má lesa í heild á vef Hún.is. Í viðtalinu segir hún vilja koma sögu sinni á framfæri til þeirra kvenna sem eru í sömu sporum og þjást vegna sömu einkenna.

Hér má sjá hægra brjóst Heiðrúnar sem sprakk í kjölfar sýkingar.
Brjóstið sprakk Hér má sjá hægra brjóst Heiðrúnar sem sprakk í kjölfar sýkingar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.01.2025

Notalegur lúxus hjá Regus á Laugavegi og Síðumúla

Notalegur lúxus hjá Regus á Laugavegi og Síðumúla
Kynning
28.12.2024

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 krónur

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 krónur
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika