fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
FókusKynning

Bílastofan: Glæsilegt bifreiða- og dekkjaverkstæði að Funahöfða 6

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 27. nóvember 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílastofan hefur opnað nýtt og glæsilegt bifreiða- og dekkjaverkstæði að Funahöfða 6, Reykjavík, en áður hefur Bílastofan starfað með glæsibrag í Reykjanesbæ. Þar er hægt að fá dekk á hagstæðara verði en gengur og gerist án þess að slakað sé á gæðakröfum.

„Nagladekk undir bílinn kosta núna frá 44.000 krónum. Þetta er sama verð og þú borgaðir fyrir tíu árum. Við erum í þeirri aðstöðu að geta boðið dekk sem eru mun ódýrari en flest önnur dekk á markaðnum en um leið mjög vönduð. Hjá þeim aðilum sem hafa verið að skipta við mig hefur dekkjakostnaður fallið um meira en helming,“ segir Sigurður Friðriksson, eigandi Bílastofunnar, sem hefur verið starfandi í Reykjanesbæ í eitt ár, en fyrir nokkrum dögum opnaði Bílastofan nýtt og glæsilegt verkstæði að Funahöfða 6 í Reykjavík, beint á móti AB varahlutum.

Dekkin sem Bílastofan býður eru frá Infinity og eru framleidd í einni af elstu dekkjaverksmiðjunum í Kína. Verðið er frábært og gæðin rómuð en nákvæmar upplýsingar um verð er að finna á heimasíðunni bilastofan.is.
Í tilefni af opnun verkstæðisins að Funahöfða 6 býður Bílastofan nú fría umfelgun fyrir þá sem kaupa fjögur dekk undir bílinn. Það er líka hægt að koma með eigin dekk og láta umfelga fyrir um 5.000 krónur.

Enn fremur býður Bílastofan upp á að bíllinn sé sóttur heim til eigandans og honum skilað aftur á nýjum dekkjum – gegn vægu gjaldi.

Bílastofan er í senn dekkjaverkstæði og almennt bílaverkstæði. Fyrirtækið hefur notið mikillar velgengni á Suðurnesjum og meirihluti af bílaleigum á svæðinu skiptir við Bílastofuna enda er mjög hagstætt að hafa dekkin frá Infinity undir bílnum. Sigurður Friðriksson rekur sjálfur bílaleigur og þarf að hafa verkstæði til að halda þeim bílum við. Starfsmenn á Bílastofunni að Funahöfða eru fjórir.

Bílastofan er með negld dekk, ónegld dekk og heilsársdekk og býður jafnframt upp á burðardekk á hagstæðu verði en það færist í vöxt að notendur þungra atvinnubíla leiti til Bílastofunnar varðandi dekk undir bílinn, til að lækka kostnað um leið og gæði eru tryggð.

Bílastofan í Reykjanesbæ er staðsett að Njarðarbraut 11 í Reykjanesbæ en í Reykjavík að Funahöfða 6 eins og áður segir. Opið er virka daga frá kl. 8 til 17 og á laugardögum frá 10 til 14. Símanúmer eru 562-1351 og 861-2319.
Nánari upplýsingar á Facebook-síðu Bílastofunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
19.02.2024

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri