fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
FókusKynning

Búslóðaflutningar ehf. flytur allt

Kynning

Glænýtt fjölskyldufyrirtæki í uppvexti

Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 13. október 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búslóðaflutningar ehf. er sannkallað fjölskyldufyrirtæki enda rekið af systkinunum Söru Sigurvinsdóttur og Axeli Þorsteinssyni. Nýlega bættist litla systir þeirra inn í hópinn, Edda Sigurvinsdóttir en hún er meiraprófsbílstjóri. Einnig er pabbi þeirra Ómar þeim til halds og traust en hann hefur áralanga reynslu í sendibílaakstrinum. „Við leggjum upp úr persónulegri og skjótri þjónustu,“ segir Sara og bætir við að bílstjórar sinni útköllum hvar sem er á höfuðborgarsvæðinu og skutli hvert á land sem er, alveg heim að dyrum.

Ævintýrið byrjaði í nóvember 2015 með grænum tíu tonna sendiferðabíl. Í desember í fyrra bættist svo við tólf rúmmetra Ford Transit sem er mjög hentugur í alskyns dreifingu og minni flutninga. Fyrirtækið er í sífelldum uppvexti og nú í apríl jókst enn í flotanum. Um er að ræða tólf tonna Benz Atego með kælivél og er hann tilvalinn í stórar búslóðir og fyrirtækjaflutninga. Bílafloti Búslóðaflutninga ehf. er staðsettur í Hraunbæ í Reykjavík og flytur fyrirtækið hvert á land sem er. „Það hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur í vor og sumar en með haustinu hefur hægt aðeins á, enda kemur þetta í bylgjum. Við erum þó starfandi allt árið og óski viðskiptavinur eftir því, þá flytjum við á nóttunni. Við erum náttúrulega þjónustufyrirtæki,“ segir Sara. Þrátt fyrir nafnið sér Búslóðaflutningar ehf. um alhliða flutninga svo sem búslóðaflutninga, píanóflutninga og fyrirtækjaflutninga. „Ef það kemst fyrir í bílunum hjá okkur þá flytjum við það,“ segir Sara.

Búslóðaflutningar ehf. er staðsett í Hraunbæ 182 í Reykjavík og með lögheimili í Laxatungu 23, Mosfellsbæ.
Viðskiptavinir geta pantað þjónustu fyrirtækisins með því að hafa samband í síma 893-5888 eða með því að senda vefpóst á buslodaflutningar@simnet.is. Nánari upplýsingar má svo nálgast á Facebooksíðu Búslóðaflutninga ehf..

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.01.2025

Vetrarhátíð Heklu fer fram um helgina

Vetrarhátíð Heklu fer fram um helgina
Kynning
09.01.2025

Notalegur lúxus hjá Regus á Laugavegi og Síðumúla

Notalegur lúxus hjá Regus á Laugavegi og Síðumúla
Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq