fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
FókusKynning

Með því að kaupa vörur frá Múlalundi skapast atvinna fyrir fólk með skerta starfsorku

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. janúar 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Múlalundur selur fjölbreyttar skrifstofuvörur sem öll fyrirtæki þurfa á að halda. Með því að kaupa þær af okkur eru fólk í leiðinni að styðja við atvinnusköpun fólks með skerta starfsorku og ná þannig árangri á sviði samfélagslegrar ábyrgðar án aukavinnu eða kostnaðar,“ segir Sigurður Viktor Úlfarsson, framkvæmdastjóri Múlalundar, Vinnustofu SÍBS, sem starfrækt er á lóð Reykjalundar í Mosfellsbæ. Á síðasta ári fengu um 70 einstaklingar með skerta starfsorku tækifæri til að spreyta sig á Múlalundi.

Múlalundur framleiðir og selur mikið úrval af vönduðum skrifstofuvörum en úrvalið má skoða á vef fyrirtækisins mulalundur.is. Þess má geta að Egla-bréfabindin sem allir þekkja, eru á sérstöku tilboðsverði í janúar, 799 krónur mappan. Önnur áramótatilboð eru einnig í fullum gangi og má finna í áramótabæklingi á mulalundur.is.

„Fyrirtæki geta verslað við okkur í gegnum vefverslun okkar, hringt og pantað, sent töluvupóst eða kíkt til okkar. Við sendum vörurnar um hæl. Ef keypt er fyrir 8.500 krónur eða meira er enginn sendingarkostnaður á höfuðborgarsvæðinu. Vörur sem til eru á lager koma yfirleitt næsta virka dag,“ segir Sigurður.

Mynd: © 365 ehf / Gunnar V. Andrésson

Vöruframboð og þjónusta samanstendur af vörum framleiddum á Múlalundi og vörum sem Múlalundur flytur inn eða kaupir af öðrum, s.s. pennum, fjölritunarpappír, dagbókum og fleiru.

„Margar framleiðsluvörur Múlalundar eru vörur sem fólk þekkir s.s. Egla-möppurnar, plastvasarnir, gatapokarnir, stóra borðdagatalið okkar, fjölbreytilegar möppur af ýmsum stærðum og gerðum og margt fleira. Einnig sérvinnum við vörur fyrir tiltekna viðskiptavini, til dæmis Andrésar Andar-möppurnar sem til eru á flestum heimilum. Einnig framleiðum við sérhannaða mat- og vínseðla fyrir veitingastaði og hótel. Starfsfólk Múlalundar framleiðir seðlana frá grunni ásamt áprentun eða þrykkingu. Þá má nefna töskumerkingu okkar sem ferðaþjónustufyrirtæki hafa mörg hver nýtt sér. Þá sker þeirra farangur sig frá öðrum og viðskiptavinurinn fær merki fyrirtækisins sem hann notar áfram, jafnvel í mörg ár.“

Þessu til viðbótar vinnur starfsfólk Múlalundar ýmsa handavinnu fyrir fyrirtæki, s.s. við að strikamerkja vörur, pakka ýmsu, setja í umslög og margt fleira sem fyrirtæki sjá hag sinn í að láta starfsfólk Múlalundar sjá um – og skapa með því verðmæt störf.

Starfsemi Múlalundar er óneitanlega víðtæk og líklega fjölbreyttari en flestir gera sér grein fyrir:

„Við getum flest,“ segir Sigurður um þetta og hlær.

Ljóst er að starfsemi Múlalundar, Vinnustofu SÍBS, er stórmerkileg og vörur fyrirtækisins koma víða við sögu í daglegu lífi fólks. Með því að kaupa vörur frá Múlalundi – vörur sem fyrirtæki þurfa hvort eða er að kaupa fyrir sína daglegu starfsemi – er verið að viðhalda og fjölga störfum fyrir fólk með fötlun í samfélaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7