fbpx
Mánudagur 15.september 2025
FókusKynning

Uppáhaldsflíkurnar sem endast ár eftir ár

Kynning

Joss, Laugavegi 99

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 6. september 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joss á Laugavegi 99 er kvenfataverslun í fínni kantinum, að því leyti að þar eru seldar afar vandaðar vörur sem endast jafnvel ævilangt – þekkt hágæðamerki sem flestar konur, áhugasamar um föt, kannast við. Andrúmsloftið í versluninni er hins vegar afslappað og eigandinn, Jóhanna Sigríður Berndsen, er þekkt fyrir góða þjónustu og skemmtilegt viðmót sem viðskiptavinir kunna vel að meta. Mikið ber á vönduðum þýskum fatamerkjum sem Jóhanna segir blaðamanni lítils háttar frá:

„Til dæmis Eva Claudi sem framleiðir alls konar fatnað, Bloom sem leggur mikla áherslu á peysur, til dæmis afar vandaðar peysur úr kashmir-ull; svo eru það til dæmis gallabuxur og aðrar buxur frá Mac, sem eru geysilega vandaðar og fallegar, en Mac framleiðir bara buxur. Svo má nefna Nadine H sem býður upp afskaplega fallegar skyrtur og efri toppa.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Einnig er Joss með hollenska merkið Beaumont sem sérhæfir sig í kápum úr ull, dúni og fleiri efnum, sem og í regnkápum. Enn fremur hannar og framleiðir Beaumont alls konar fallega jakka, til dæmis litla dúnjakka sem eru afar léttir og afskaplega vinsælir.

Enn fremur má nefna vinsæla og vandaða leðurjakka frá sænska fyrirtækinu Jofama.

Handunnir skór og töskur úr nautshúð

Flest fötin eru undir vönduðum þýskum merkjum og segist Jóhanna kunna betur að meta þýsk fatasnið en til dæmis ítölsk. Skórnir sem eru til sölu í Joss eiga sér hins vegar annan uppruna:

„Ég er með skó frá dönskum hönnuði sem eru handgerðir á Ítalíu. Þetta er hönnuður sem fylgir sinni framleiðslu afar vel eftir, alveg til enda. Hún velur sérstakt leður í skóna og vinnur með það á sérstakan hátt. Ég er líka með afar vandaða, handgerða skó frá Menorca á Spáni.“

Joss býður einnig upp á einstaklega vandaðar, handgerðar töskur frá Hollandi:

„Þær eru handunnar úr nautshúð, þetta er þykkt og sveitt nautshúð og töskurnar eru í náttúrulegum litum sem passa vel við allt. Litirnir eru til dæmis súkkulaðibrúnn, koníaksbrúnn, rauður og svartur. Sumar af þessum töskum eru unisex, þ.e. þær henta báðum kynjum.“

Eitt eintak í hverri stærð

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Ég er með allt og stíla ekki inn á sérstakan aldur. Fólk er svo misjafnt og ég forðast þess vegna að stíla inn á sérstakan aldurshóp. En þar sem þetta eru vörur í dýrari kantinum þá eru kannski heldur færri viðskiptavinir úr hópi ungra kvenna þó að hingað komi fólk á öllum aldri,“ segir Jóhanna og bætir við að erlendir ferðamenn hafi alltaf verið stór hluti af kúnnahópnum, líka áður en sá mikli uppgangur í ferðamennsku sem nú á sér stað hófst fyrir örfáum árum. Jóhanna hefur rekið Joss í slétt 20 ár, eða frá árinu 1996. Verslunin hefur verið staðsett víða á Laugaveginum og var um tíma uppi í Grafarvogi: „Það var þegar uppgangurinn var sem mestur á Laugaveginum – sem var bara niðurgangur! – þegar menn gengu um Laugaveg og keyptu upp hverja einustu fasteign sem bar fyrir augu,“ segir Jóhanna, en hún vill helst hvergi annars staðar vera með verslun en á Laugaveginum, og kann vel við sig í rúmgóðu húsnæði á Laugavegi 99. Þar er gaman að skoða sig um enda afar gott úrval af vörum. Hins vegar eru tiltölulega fá eintök af hverri og einni vöru, oftast bara ein flík í hverri stærð. Það er lítil hætta á því að rekast á aðra konu í sams konar flík og keypt er í Joss, en auk þess verða innkaup hagkvæmari þegar keypt er inn með þessum hætti, ein flík í hverri stærð.

Joss er opin virka daga og laugardaga frá kl. 11 til að minnsta kosti 18 en lokunartíminn er nokkuð frjálslegur og fer eftir aðsókninni.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Joss er hvorki með vefsíðu né virka Facebook-síðu enda öll áherslan á góða þjónustu í raunheimi. Það er um að gera að koma á staðinn, að Laugavegi 99, og skoða glæsilegt úrvalið. Joss er klárlega verslun þar sem öllum konum sem hafa áhuga á fallegum fötum þykir gaman að skoða sig um í og ef þig langar að kaupa eitthvað geturðu gengið að góðri, persónulegri og faglegri þjónustu vísri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
19.02.2024

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri