fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
FókusKynning

Sætar kökur og sykursnauð brauð

Kynning

Almar bakari: Góður staður til að slaka á og njóta veitinga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 17. júní 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almar Bakari er til húsa í verslunar- og þjónustumiðstöðinni Sunnumörk í Hveragerði. Auk þess að vera rótgróið bakarí má telja staðinn vera eitt helsta kaffihús bæjarins, sem nýtur mikilla vinsælda bæði hjá íbúum á svæðinu og meðal innlendra sem erlendra ferðalanga. Kaffihúsið er stórt og tekur 70 manns í sæti. Opið er alla daga vikunnar, virka daga frá kl. 7 til 18 og um helgar frá 8 til 18, síðarnefndi tíminn gildir fyrir 17. júní sem að þessu sinni ber upp á föstudegi.

Almar Bakari er þekktur fyrir góðan hádegismat sem vinnandi fólk, auk ferðamanna, nýtir sér óspart. Í hádeginu er boðið upp á tvær súpur þar sem önnur er ætíð glúten- og rjómalaus en hin er rjómalöguð. Þá eru í boði pastaréttur og núðluréttir. Auk þess er mikið úrval af samlokum.

Almar Bakari er almennt þekktur fyrir mikið úrval, meðal annars fjölbreyttar, litríkar og gómsætar kökur og tertur. En fyrir þá sem vilja sykursnautt brauðmeti þá er það sannarlega í boði líka. Brauðin eru öll án viðbætts sykurs. Þau eru látin hefast í kæli í 18 tíma, ferlinu er ekki flýtt heldur fá þau að hefast hægt sem veldur því að það þarf mun minna magn en ella af geri og salti – og engum sykri er bætt við.

Seytt brauð er einnig í boði hjá Almari bakara og eru þau brauð bökuð yfir hver í nágrenni bakarísins. Vekur þessi aðferð mikla hrifningu erlendra ferðamanna sem sækja staðinn.

Almar Bakari – Bakarí og kaffihús
Sunnumörk 2
Hveragerði
Sími: 483-1919
Almar bakari á Facebook

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7