fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
FókusKynning

Sumarbúðirnar Ástjörn 70 ára

Kynning

Einu sumarbúðirnar sem eru í þjóðgarði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 21. maí 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarbúðirnar Ástjörn í Kelduhverfi eru fyrir drengi og stúlkur á aldrinum 6–12 ára og 13–15 ára unglinga. Börn koma í sumarbúðirnar alls staðar að af landinu, en flest koma frá Norðurlandi og úr Reykjavík. „Mörg börnin sem koma til okkar eiga foreldra sem voru í sumarbúðum hjá okkur þegar þeir voru börn og það er mjög ánægjulegt því það sýnir að foreldrarnir vilja veita börnunum sínum það sem þau sjálf upplifðu hér,“ segir Árni Hilmarsson forstöðumaður.

Endalaus uppspretta leikja og útiveru

Flest börnin koma í einn flokk, en sum dvelja lengur. Flokkarnir eru 8 og 10 dagar. Tjörnin og birkiskógurinn umhverfis sumarbúðirnar er endalaus uppspretta leikja og útiveru. Má nefna t.d. knattspyrnu- og körfuboltavöll, kvöldvökur, söng, Biblíutíma, föndur, alls kyns leiki og keppnir í skóginum og víðar, íþróttahús í næsta nágrenni, sund í tjörninni eða fjöruferð á góðviðrisdögum, hestaleigu og margt fleira. Landvörður kemur og fræðir börnin um þjóðgarðinn. Bátar eru af ýmsum gerðum: Árabátar, kajakar, kanóar, hjólabátar og skútur. „Hjá okkur er stærsti bátafloti í sumarbúðum á Íslandi, en við erum með um 30 báta af öllum gerðum, meira að segja svokallaða sökkvibáta!“ segir Árni, en það eru bátar sem börnin mega sökkva á góðviðrisdögum þegar synt er í tjörninni. Hornsílaveiðar eru sívinsælar.

Ástjörn hefur þá sérstöðu að þær eru einu sumarbúðirnar á Íslandi sem eru í þjóðgarði, Vatnajökulsþjóðgarði, rétt hjá Ásbyrgi í Kelduhverfi. Einnig hefur Ástjörn þá sérstöðu að þvottahús er á staðnum þar sem allt er þvegið af börnunum og fara þau því heim með hrein föt í töskunni, mörgum foreldrum til mikillar ánægju.

70 ára afmæli – Opið hús laugardaginn 16. júlí

Sumarbúðirnar Ástjörn hafa starfað síðan 1946 og eru því 70 ára á þessu ári. Búðirnar hafa frá upphafi verið reknar á kristilegum grunni. Kristin gildi og viðhorf eru mjög mikilvægur þáttur í starfinu.

Algengt er að starfsfólk Ástjarnar og sjálfboðaliðar sem koma að starfinu hafi sjálfir dvalið sem börn í sumarbúðunum og er ómetanlegt fyrir Ástjörn að eiga slíkt bakland sem leggur starfinu lið.

Skráning og upplýsingar er í síma 462-3980, á heimasíðunni www.astjorn.isog einnig á Facebook . Netfang er astjorn@astjorn.is

Í tilefni af 70 ára afmælinu verður opið hús í sumarbúðunum Ástjörn laugardaginn 16. júlí. Allir eru velkomnir að skoða og sjá, kynna sér starfsemina og einfaldlega njóta sín í einstöku umhverfi. Opið hús verður allan daginn en veitingar verða frá kl. 14 til 18.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7