fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
FókusKynning

INNOENT: Skapandi fjör fyrir flinka krakka

Kynning

Námskeið fyrir ungt hugvitsfólk – Virkjun sköpunargáfu og eflandi athafnir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 18. maí 2016 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

INNOENT Education á Íslandi er menntafyrirtæki sem leggur áherslu á að virkja hugvit og sköpun hvers einstaklings í gegnum skapandi kennsluhætti og leik. Hugmyndafræði INNOENT byggist fyrst og fremst á óbilandi trú okkar á hugviti komandi kynslóða og áratuga rannsóknum á kennslufræði og þróun menntunar, þar sem lögð er áhersla á að menntun miði að því að virkja rannsóknarþörf hvers og eins og gefa nemendum stað og stund til að fræðast í gegnum rannsókn og reynslu.

„INNOENT vinnur eftir öllum grunnþáttum aðalnámskrár grunnskóla; sköpun, sjálfbærni, tækni-, list-, hönnunar- og verklæsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi og heilbrigði og vellíðan, með áherslu á sköpun, sjálfbærni
virðingu og vellíðan,“ segir Þórdís Sævarsdóttir, skólastjóri INNOENT Education á Íslandi.

Námskeið fyrir ungt hugvitsfólk

„INNOENT hefur verið til um tíma og verið að þróast en hefur núna starfrækt námskeið í rúmt ár. Veturinn 2015–2016 voru nemendur INNOENT uppfinningaskólans alls 170 grunnskólanemendur í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ. Segja má með vissu að árangur unga hugvitsfólksins í vor hafi farið fram úr björtustu vonum þar sem lögð voru fram líkön og frumgerðir af hugmyndum og lausnum til marks um hæfileika framtíðarinnar.“

Virkjun sköpunargáfu og eflandi athafnir

Þórdís segir að nú bjóði INNOENT í fyrsta skipti upp á skemmtilegt sumarnámskeið fyrir ungt hugvitsfólk undir yfirskriftinni Skapandi fjör fyrir flinka krakka:

„Markmið INNOENT á Íslandi er að efla frumkvæði og sköpunargáfu ungmenna með eflandi kennsluaðferðum. Námskeiðin eru ætluð öllum börnum á aldrinum 5–12 ára og eru haldin í Lækjarskóla í Hafnarfirði (gamla skólanum). Lögð er áhersla á skapandi hugsun hvers og eins, skemmtilegar uppfinningar, samvinnu, leiki og gleði. Nærumhverfi verður nýtt til útiveru, rannsókna, efnisöflunar og leikja. Hver vika hefur þema sem einkennir viðfangsefni vikunnar. Við verðum bæði inni og úti í vinnu okkar og flinku fikti en aðaláherslan verður á gleði og eflandi athafnir,“ segir Þórdís og bendir áhugasömum á að sjá nánari upplýsingar á heimasíðunni www.innoent.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7