fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
FókusKynning

NP kaffi: Gæðakaffi, sushi og hugglegheit í Garðabæ

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 20. mars 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

NP kaffi, Garðatorgi 7 í Garðabæ, var opnað í janúar á þessu ári, og er í senn sushi-staður og kaffihús. Garðbæingar og aðrir íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa tekið staðnum fagnandi en NP kaffi er rómað fyrir bæði framúrskarandi sushi og afbragðsgott kaffi.

Kaffið sem drukkið er á NP kaffi er Chaqwa sem Vífilfell flytur inn. Chaqwa inniheldur bragðmiklar hágæðakaffibaunir frá ýmsum heimshornum, meðal annars Mið-Ameríku, Austur-Afríku, Indlandi og Indónesíu.

Mörgum gestum NP kaffis þykir afar gott að fá sér bolla af rjúkandi Chaqwa eftir sushi-máltíðina. Einnig koma margir sem ekki eru endilega að sækjast eftir sushi heldur kaffinu góða og notalegri kaffihúsastemningunni sem ríkir á staðnum. Auk sushi eru ýmsir smáréttir í boði, til dæmis samlokur. NP kaffi er með vínveitingaleyfi og margir fá sér bjór eða léttvín, sérstaklega undir kvöldið.

Eigandi NP kaffis er Nimit Thaitrasert. Hann er frá Taílandi en talar reiprennandi íslensku enda hefur hann búið hér á landi í hátt á þriðja áratug. Nimit hefur langa reynslu af veitingarekstri og starfaði meðal annars á veitingastaðnum Tælandi við Laugaveg. Einnig hefur hann starfað á hinum vinsæla stað Noodle Station sem bróðir hans rekur við Laugaveg.

Nimit segir að fólk borði gjarnan hádegismat á staðnum en síðan séu aðrir sem fái sér kaffi og kökusneið síðdegis. Enn aðrir koma í kvöldmat og fá sér gjarnan vínglas með matnum. Loks eru þeir sem panta sushi og sækja. Það ríkir því töluverð fjölbreytni á þessum huggulega, nýlega stað í hjarta Garðabæjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea