fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
FókusKynning

Bíla-Doktorinn – einstakt bílaverkstæði og varahlutaverslun

Kynning
Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. febrúar 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Skútuvogi 13 er bílavarahlutaverslunin og bílaverkstæðið Bíla-Doktorinn staðsett. Það sinnir almennum bílaviðgerðum og er á sama tíma einnig smurstöð. Rúnar Sigurjónsson, vélvirki og eigandi Bíla-Doktorsins, segir fyrirtækið þjónusta mest Mercedes-Benz, Volkswagen, Audi og Skoda með viðgerðum og varahlutasölu, en þeir smyrji og geri við fjölda annarra bílategunda.

Áhersla lögð á gæðavörur

„Varahlutaverslun okkar hefur upp á að bjóða marga af algengustu varahlutum fyrir fyrrnefndar tegundir. Við leggjum áherslu á að bjóða upp á gæðavörur sem uppfylla ströngustu kröfur bifreiðareigenda og eftirlitsaðila í Þýskalandi, þaðan sem megin uppistaða af okkar vörum kemur,“ segir Rúnar. „Varhlutaverslunin leggur áherslu á að nota öflug upplýsingakerfi til að gera afgreiðslu varahluta eins nákvæma og rétta og mögulegt er,“ bætir hann við.

Þekktir fyrir vönduð vinnubrögð

Bíla-Doktorinn er ört vaxandi fyrirtæki sem á stóran hóp tryggra viðskiptavina sem margir hverjir hafa átt farsæl viðskipti við verslunina frá upphafi. „Það er markmið okkar að veita viðskiptavinum okkar góða þjónustu byggða á þekkingu og langri reynslu á viðhaldi og umhirðu hvers kyns bifreiða,“ segir Rúnar. „Okkar aðalsmerki er vönduð vinnubrögð sem skila sér í betra umferðaröryggi og áreiðanleika þeirra ökutækja sem við sinnum viðgerðum á og seljum varahluti í,“ segir hann í framhaldinu.

Saga á bak við nafn fyrirtækisins

Nafn fyrirtækisins var dregið af viðurnefni Rúnars á meðal bílaáhugamanna. „„Herr doktor“, kalla þeir mig,“ segir Rúnar. Hann hefur unnið nærri alla sína starfsævi við bíla og vinnuvélar og er einn þekktasti áhugamaður um Mercedes-Benz-bíla á Íslandi en hann hefur haft það að áhugamáli að gera upp og varðveita fornbifreiðar af þeirri gerð, ásamt því að eiga einn bíl úr hópi þeirra elstu hér á landi, Chevrolet árgerð 1931.

Bjóða upp á almennar bílaviðgerðir

„Við bjóðum upp á flestallar almennar bílaviðgerðir,“ segir Rúnar. „Öll umskipti á slithlutum og lagfæringar á biluðu gangverki er eitthvað sem er okkar daglega starf. Þó svo að við bjóðum flestar gerðir bíla velkomnar í viðgerð þá höfum við að mestu leyti sérhæft okkur í Mercedes-Benz, Volkswagen, Skoda og Audi eins og áður sagði og búum við því yfir nokkurri sérþekkingu á þeim,“ segir Rúnar. Hjá Bíla-Doktornum eru fimm starfsmenn; tveir bifvélavirkjar, tveir vélvirkjar og einn starfsmaður sinnir móttöku og varahlutaverslun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7