fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
FókusKynning

Borðbúnaður og barvörur: Fyrsti kostur fyrir veitingastaði og hótel

Kynning

GS-Import

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 5. febrúar 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

GS-Import lánar öllum þátttakendum á Reykjavík Cocktail Weekend sem þess óska glös til nota í kokteilkeppnum hátíðarinnar og á það vel við því fyrirtækið sér fjölmörgum veitingastöðum og hótelum á landinu fyrir borðbúnaði og barvörum.

„Þetta eru glös sem koma víða að úr heiminum, til dæmis Ítalíu, Þýskalandi, Tékklandi, Kína og héðan og þaðan. Þetta er allt frá stálglösum upp í kristalsglös. Verðbilið á þessum vörum er mjög breitt, ódýrustu glösin kosta um 200 krónur og þau dýrustu um 3.000,“ segir Gísli Sigurjón Þráinsson, eigandi GS-Import.

Fyrir utan borðbúnað er GS-Import með allt sem barþjónar þurfa að nota við sín störf á barnum:

„Við erum með barþjónasett sem ég flyt inn frá mjög góðum framleiðanda í Ástralíu,“ segir Gísli.

Sem fyrr segir eru viðskiptavinir GS-Import hótel og veitingastaðir og gott er að leita til fyrirtækisins þegar vantar borðbúnað eða skyldar vörur á staðina eða þegar fólk er að opna nýjan stað:

„Sumt af okkar borðbúnaði er svipaður því sem fólk kaupir til heimilisins en við seljum líka mikið af glösum sem eru sérstaklega framleidd með notkun í veitingarekstri í huga. Oft er þetta sterkari vara og hönnuð til að þola mikið álag. Veitingastaðaglös verða öll að geta höndlað uppþvottavélar og því seljum við til dæmis kristalsglös sem þola vel að fara í uppþvottavél til veitingastaða,“ segir Gísli.

Vinsældir GS-Import hjá hótelum og veitingastöðum landsins má að einhverju leyti þakka góðu verði sem fyrirtækið getur boðið vöru sína á:

„Við viljum vera fyrsti kostur þessara aðila vegna gæða, úrvals og ekki síst fyrir gott verð. Mér hefur tekist að vinna til mín fjölda viðskiptavina með því að bjóða gott verð. Ég er með einn stóran aðalbirgi erlendis sem útvegar mér vörur á frábæru verði. Afgreiðslutíminn er líka mjög stuttur þannig að ef ég á ekki það sem beðið er um þá er biðin eftir því stutt, og ég get líka afgreitt í litlu magni,“ segir Gísli.

GS-Import er til húsa að Garðabraut 2a, Akranesi. Síminn er 892-6975 og netfang gs@gsimport.is. Mjög góðar upplýsinar er að finna á vefsíðu fyrirtækisins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7