fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Bein Ólafs í Miðhúsum fundust 30 árum eftir hvarfið

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 16. mars 2018 11:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar fólk hverfur finnst það sjaldnast aftur. Fólk sem hefur gengið í hafið, orðið úti í gili eða verið myrt og grafið. Ættingjar og ástvinir þurfa þá að lifa í óvissu um alla tíð. En í einu mannhvarfsmáli, máli Ólafs á Miðhúsum, fengust málalyktir þrjátíu árum síðar. Sögu þá ritaði Pálmi Hannesson, rektor í Menntaskólanum í Reykjavík, árið 1968.

Hvarf við smalamennsku

Um aldamótin 1800/1900 var mikil útgerð í Vogum á Vatnsleysuströnd og þá mjög fjölmennt í héraðinu. Í Hlöðuneshverfi þar nærri stóð bær sem hét Miðhús og þar bjuggu hjónin Ólafur Þorleifsson og Valgerður Bjarnadóttir ásamt tveimur ungum börnum. Ólafur var nærri fertugur að aldri, fæddur árið 1861 og þótti dugnaðarmaður.

Tveimur dögum fyrir jól þetta ár fór hann að leita kinda sinna uppi á heiðum því þá var útsynningsstormur, éljagangur og snjóþungt. Bjóst hann við að þurfa að ganga um þriggja stunda leið að Fagradalsfjalli um hrauni þaktar heiðar sem þar liggja hjá.

Veðrið versnaði þegar leið á daginn en skyggni var þó ágætt. Framan af hafði fólk ekki áhyggjur af Ólafi því hann var vel kunnugur og vanur á heiðunum. En þegar hann skilaði sér ekki heim um kvöldið var leitað til bróður hans, Teits Þorleifssonar á Hlöðunesi, og hreppstjórans.

Leitað um jólin og vorið

Daginn eftir var safnað miklu liði úr sveitinni til að leita að Ólafi, hátt í 40 manns. Gengið var um Vogaheiði og Strandarheiði, með fram Hrafnagjá, Huldugjá og Klyfgjá. Daginn sem Ólafur hvarf höfðu fleiri verið á heiðunum við smalamennsku og sést hafði til hans við Kálffell um hádegið. Þar fundust spor Ólafs og ljóst að hann hafði sest niður til hvíldar. En þegar sporin voru rakin lengra blönduðust þau öðrum uns ekki var hægt að rekja lengur.

Gott veður var þennan dag en leitin skilaði engu. Leitað var áfram um jólin og milli jóla og nýárs án árangurs. Ákveðið var að halda leitinni áfram um vorið þegar snjóa leysti því Ólafur var þá talinn af og snjóþyngslin hömluðu leitinni. Var það gert en einnig án árangurs.

Gert var ráð fyrir að Ólafur hefði orðið úti en engu að síður fannst fólki þetta skrítið í ljósi reynslu hans og skyggnis þann dag sem hann hvarf. Liðu svo árin og fennti yfir minninguna um hann.

Beinin í sprungunni

Árið 1930, sléttum þremur áratugum eftir hvarf Ólafs á Miðhúsum, voru þrír smalamenn með hóp kinda á heimleið á Strandarheiði. Þá hafði svæðið gerbreyst og fólki fækkað mjög vegna minni umsvifa útgerðarinnar. Á leiðinni féllu þrjár kindur niður í sprungu í Klyfgjá en barmarnir voru ókleifir þannig að smalamennirnir náðu þeim ekki upp. Hlóðu þeir þá vörðu til að merkja staðinn og héldu heim.

Daginn eftir komu þeir aftur með kaðal og einn þeirra, Rafn Símonarson, seig 30 metra niður í sprunguna til að sækja kindurnar en ein hafði þá drepist við fallið. Ofarlega í sprungunni fann hann brot úr göngustaf og fannst það skrítið. Leitaði hann neðar og fann þá annað brot. Rafn hafði heyrt um hvarf Ólafs og grunaði að stafurinn væri frá honum kominn.

Vegna snjóþyngsla leitaði Rafn ekki meira þá en sýndi kunnugum manni, Ágústi Guðmundssyni í Halakoti, stafinn. Ágúst taldi hann frá Ólafi kominn og ákveðið var að leita aftur í sprungunni um vorið þegar snjóa leysti.

Sprungan var mitt á milli Fagradalsfjalls, þar sem Ólafur sást síðast, og Miðhúsa. Fjórir menn héldu þangað um vorið og aftur seig Rafn ofan í. Fundu þeir þá bæði bein Ólafs og fötin sem hann hafði verið í. Talið var að Ólafur hefði fallið í sprunguna og reynt að komast aftur upp með stafnum. Stafurinn hafi gefið sig og Ólafur fallið aftur ofan í og þá lærbrotnað, beinin staðfestu það. Þá hafi hann setið í sprungunni og beðið þess að yfir lyki.

Bein Ólafs voru sett í kassa og færð fjölskyldu hans. Síðar voru þau sett í litla kistu og grafin í kirkjugarðinum við Kálfatjarnarkirkju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Brast í grát er hann kvaddi í dag – Myndband

Brast í grát er hann kvaddi í dag – Myndband
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þetta verður stærsta verkefni Slot hjá Liverpool

Þetta verður stærsta verkefni Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi