fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Mannfórnir í Matamoros – Constanzo stundaði eiturlyfjasmygl – Sara María gekk í sértrúarsöfnuð hans

Ritstjórn DV
Laugardaginn 1. júní 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara María Aldrete fæddist 6. september, árið 1964, í Matamoros. Fátt frásagnarvert er að finna í bernsku og unglingsárum hennar, en á því varð breyting þegar hún var rétt skriðin yfir tvítugt.

Þá kynntist Sara manni að nafni Adolfo Constanzo. Adolfo var af kúbversku bergi brotinn. Hann gaf sig út fyrir að vera spámaður og var leiðtogi sértrúarsöfnuðar. Í gegnum Adolfo komst Sara í kynni við svartagaldur og hann gaf henni viðurnefnið La Madrina, Guðmóðirin, og hún var vígð inn í söfnuð hans.

Sara María Aldrete
Féll fyrir Adolfo og gekk í söfnuð hans.

Fórnir og fornir helgisiðir

Innan sértrúarsöfnuðarins var iðkaður hrærigrautur kúbversku trúarbragðanna Santería, helgisiða stríðsmanna Asteka og Palo Mayombe, trúarbragða sem áttu rætur að rekja til afrískra þræla, einkum frá Kongó.

Þetta samsull var síðan fullkomnað með blóðfórnum.

Adolfo Constanzo
Stundaði mannfórnir til verndar eiturlyfjasmygli.

Hvað blóðfórnirnar áhrærði leitaði Adolfo hófanna á meðal eiturlyfjahöndlara sem urðu á vegi hans. Hann nauðgaði þeim áður en hann myrti þá. Líkamshluta þeirra notaði hann í fórnarathafnir sem fóru fram í gamalli vöruskemmu, skammt frá Matamoros.

Soðið í stórum potti

Við fórnirnar voru einnig notuð lík fólks sem rænt var á götum úti, í grenndinni eða annars staðar.

Stór hluti líkamshluta fórnarlambanna var soðinn í stórum potti, „nganga“.

Adolfo skipaði Söru næstæðsta leiðtoga söfnuðarins og fól henni að sjá um fylgjendurna þegar hann var fjarri, önnum kafinn við að smygla maríjúana inn í Bandaríkin.

Árið 1989 urðu morðin tíðari, en það var þó ekki fyrr en bandarískur ferðamaður, Mark J. Kilroy, hvarf, sem söfnuðurinn fékk meiri athygli en hann kærði sig um.

Óhugnanleg aðkoma

Mark þessi var nemi við Texas-háskóla og hvarf í vorfríi og það skipti sköpum að hann státaði af öflugu baklandi.

Rannsókn leiddi lögregluna að „hofi“ söfnuðarins í Matamoros og Adolfo og Sara lögðu á flótta og söfnuðurinn allur fylgdi því fordæmi.

„Nganga“
Í stórum potti voru líkamshlutar af mönnum.

Í „hofinu“ fann lögreglan mannshár, heila, tennur og höfuðkúpur og ljóst að þar hafði ýmislegt óhugnanlegt átt sér stað. Síðar sagði einn lögreglumannanna: „Þegar við nálguðumst [hofið] þá fann maður fnykinn … blóð og rotnandi líffæri. Í stórum potti voru líkamshlutar af mönnum og geitarhöfuð með hornum.“

Fylgsnið finnst

Þann 6. maí, 1989, fann lögreglan fylgsni söfnuðarins í Mexíkó-borg. Að sögn fyrirskipaði Adolfo fylgjendum sínum að tryggja að hann lenti ekki lifandi í höndum lögreglunnar.

Í fylgsninu í Mexíkó-borg fann lögreglan Söru, lík Adolfos og Martins Quintana Rodriquez og fimm meðlimi sértrúarsöfnuðarins.

Adolfo og Martin Quintana
Adolfo vildi ekki lenda lifandi í höndum lögreglunnar.

Við yfirheyrslur sagði einn þeirra, Alvaro de Leon Valdez, að Adolfo hefði skipað honum að bana honum og helsta aðstoðarmanni hans, Martin Quintana Rodriques. Alvaro gerði eins og honum var skipað og skaut þá til bana með vélbyssu. Hann sagðist einnig hafa tekið þátt í morðinu á áðurnefndum Kilroy og fleirum.

Til verndar smyglstarfsemi

Sara sagðist hvorki hafa tekið þátt í né orðið vitni að morðum að minnsta kosti fimmtán manns. Þó var talið nokkuð víst að hún og Adolfo hefðu stýrt fórnarathöfnunum og öðrum helgisiðum innan söfnuðarins. Þau hefðu talið að athafnirnar myndu vernda smyglstarfsemina sem þau stunduðu.

Alvaro og Sara fullyrtu bæði að Adolfo hefði framið stærsta hluta morðanna sem framin voru á býlinu í Matamoros.

Sara María Aldrete fékk sex ára dóm árið 1990 og árið 1994 var hún sakfelld fyrir fjölda morða og fékk 62 ára fangelsisdóm.

Alvaro de Leon Valdez var ekki dæmdur fyrir Matamoros-morðin en fékk hins vegar dóm fyrir morðin á Adolfo og Martin Quintana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Guðmundur H. Garðarsson er látinn

Guðmundur H. Garðarsson er látinn
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta er ástæðan fyrir að þú átt ekki að nota símann þegar þú ert á klósettinu

Þetta er ástæðan fyrir að þú átt ekki að nota símann þegar þú ert á klósettinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar