fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024

Banvænt læknisráð

Svæfingarlæknirinn fann fyrir eigin meðulum – Féll á eigin bragði

Kolbeinn Þorsteinsson
Þriðjudaginn 10. október 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Föstudaginn 24. janúar, 2003, féll í Orange-sýslu í Bandaríkjunum dómur í máli Adriönu Vasco, 35 ára konu frá Kaliforníu. Adriana, sem starfaði í sjúkramóttöku, hafði átt í ástarsambandi við Kenneth Stahl, kvæntan svæfingarlækni frá Huntington Beach.

Samband skötuhjúanna hafði staðið um nokkurt skeið og Kenneth vildi losna við eiginkonu sína, Carolyn Oppy-Stahl, en var ekki reiðubúinn til að skilja við hana með meðfylgjandi fjárútlátum.

Leigumorðingi ráðinn

Árið 1999 sáu Kenneth og Adriana að ekki yrði við ástandið unað, að best færi á því að Carolyn yfirgæfi jarðlífið. Adriana var greinilega ekki við eina fjölina felld því ekki þurfti hún að leita langt yfir skammt að manni sem væri fús til starfans. Þar var um að ræða annan ástmann hennar, Dennis Godley, sem sá ekkert því til fyrirstöðu að koma Carolyn fyrir kattarnef gegn 30.000 dala greiðslu.

Tveir fyrir einn

Afráðið var að Dennis veitti gerði hjónunum fyrirsát á afskekktum vegarkafla á Ortega-þjóðveginum og gengi þar frá Carolyn. Það gerði hann svikalaust, en kannski runnu á hann tvær grímur eftir að hann sendi eiginkonu læknisins inn í eilífðina.

Hvaða hugsanir runnu í gegnum huga Dennis er á huldu. Kannski var hann afbrýðisamur og kærði sig ekki um að deila Adriönu með öðrum manni og kannski vildi hann einfaldlega losna við mögulegt vitni að glæpnum.
Hvað sem því líður þá fylgdi læknirinn lævísi eiginkonu sinni yfir móðuna miklu.

Lögreglan kemst á sporið

Þennan örlagaríka dag hafði Kenneth boðið Carolyn út að borða á veitingastað í borginni Mission Viejo, til að fagna 44 ára afmæli hennar. Það olli því lögreglu nokkrum heilabrotum að hjónin hefðu verið á Ortega-þjóðveginum sem liggur frá heimili þeirra í Huntington Beach.

Lögreglan komst á snoðir um tíð símasamskipti Kenneths og Adriönu og þegar hún var spurð hverju þau sættu kjaftaði á henni hver tuska. Hún sagði að hún hefði keyrt Dennis á staðinn og séð þegar hann skaut hjónin til bana.

Saklaust fórnarlamb

Adriana sagðist hafa heyrt Dennis og Kenneth ræða um að myrða Carolyn, en henni hefði aldrei dottið til hugar að þeir létu verða af því. Hún hefði verið neydd til að taka þátt í glæpnum.

Við réttarhöldin sagði hún að Dennis hefði hótað að myrða bæði hana og börn hennar tvö ef hún léti nokkurn vita af fyrirhuguðu morði.

Adriönu tókst ekki að slá ryki í augu kviðdómara og fékk lífstíðardóm. Um mitt ár 2004 fékk Dennis Godley lífstíðardóm án möguleika á reynslulausn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Freyr hefur tvö sénsa til að reyna að bjarga liðinu frá falli – Allar líkur á að Alfreð og Gulli falli

Freyr hefur tvö sénsa til að reyna að bjarga liðinu frá falli – Allar líkur á að Alfreð og Gulli falli
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ungstirni Börsunga gæti óvænt haldið til Sádi-Arabíu

Ungstirni Börsunga gæti óvænt haldið til Sádi-Arabíu
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Anna Gundís segir þetta vera algengustu mistökin við að taka sjálfsmynd

Anna Gundís segir þetta vera algengustu mistökin við að taka sjálfsmynd
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Samúel reiður og birtir myndband eftir atvik um helgina þar sem Eiður fótbrotnaði – „Ekkert sem fer meira í taugarnar á mér en rottur“

Samúel reiður og birtir myndband eftir atvik um helgina þar sem Eiður fótbrotnaði – „Ekkert sem fer meira í taugarnar á mér en rottur“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Markvörður KR sendir frá sér afsökunarbeiðni fyrir framkomuna í garð barnanna

Markvörður KR sendir frá sér afsökunarbeiðni fyrir framkomuna í garð barnanna