fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024

Einn alræmdasti morðingi Bretlands er dauðvona

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 12. desember 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretinn Ian Brady, sem sakfelldur var ásamt kærustu sinni, Myru Hindley, fyrir morð á fimm ungmennum árin 1963 til 1965 er dauðvona. Brady er sá núlifandi fangi sem lengst hefur verið í fangelsi í Bretlandi. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn árið 1966, eða fyrir 50 árum.

Brady, sem í dag er 78 ára, greindi frá þessu í bréfi sem hann sendi til Julians Druker, blaðamanns Channel 5 í Bretlandi. Í bréfinu sagðist hann hafa glímt við veikindi í lungum undanfarin tvö ár og nú væri stutt þar til hann þyrfti að játa sig sigraðan í þeirri baráttu.

Brady var sem fyrr segir dæmdur fyrir morð á fimm ungmennum á árunum 1963 til 1965. Saman voru þau dæmd fyrir morðin á Pauline Reade, 16 ára, John Kilbride, 12 ára, Keith Bennett, 12 ára, Lesley Ann Downey, 10 ára og Edward Evans, 17 ára. Mira Hindley lést árið 2002, 60 ára gömul.

Morðin voru nefnd Moors-morðin í ljósi þess að þrjú lík fundust grafin á heiði í Saddleworth Moor. Fyrst voru þau dæmd fyrir þrjú morð en árið 1987 voru þau dæmd fyrir tvö morð til viðbótar. Jarðneskar leifar fjögurra af fimm fórnarlömbum þeirra hafa fundist en líkamsleifar Keith Bennett hafa aldrei fundist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Elvar segir frá sögu sem hann heyrði um Adam Ægi á knæpu í Reykjavík

Elvar segir frá sögu sem hann heyrði um Adam Ægi á knæpu í Reykjavík
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Öflugur framherji sterklega orðaður við Arsenal eftir að þessi mynd birtist

Öflugur framherji sterklega orðaður við Arsenal eftir að þessi mynd birtist
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gary Neville telur að þetta sé stærsta vandamál Chelsea

Gary Neville telur að þetta sé stærsta vandamál Chelsea
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ljóst að Sanchez söðlar um í sumar

Ljóst að Sanchez söðlar um í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ókvæðisorðum stöðugt hreytt í Greenwood – „Ég er viss um að köllin hafi áhrif á hann“

Ókvæðisorðum stöðugt hreytt í Greenwood – „Ég er viss um að köllin hafi áhrif á hann“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð