fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Handtökur vegna óhugnanlegra morða árið 1973

Valerie Janice Lane og Doris Karen Derryberry voru myrtar í nóvember 1973

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 15. september 2016 22:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Marysville í Kaliforníu hefur handtekið tvo karlmenn í tengslum við morð skammt frá bænum árið 1973. Valerie Janice Lane, 12 ára, og Doris Karen Derryberry, 13 ára, fundust látnar þann 13. nóvember það ár en báðar höfðu þær verið skotnar í höfuðið.

Stúlkurnar voru bekkjarfélagar og höfðu þær farið í verslunarmiðstöð saman þennan örlagaríka dag. Hvorug stúlknanna sneri heim og daginn eftir fundust lík þeirra.

Í ljós kom að önnur stúlknanna, Doris, hafði verið nauðgað og fannst sæði á líki hennar. Rannsókn á málinu sigldi í strand á sínum og var það ekki fyrr en árið 2014 að lögregla lét framkvæma DNA-rannsókn á sæðinu sem fannst á líki Doris.

Rannsóknin leiddi í ljós að tveir menn hefðu verið að verki, frændurnir Larry Patterson og William Harbour. Larry hafði verið dæmdur fyrir nauðgun árið 1976 og var DNA-sýni úr honum í gagnabanka lögreglu. DNA-sýni úr William var einnig til í gagnabanka lögreglu og voru mennirnir handteknir í vikunni.

Báðir voru þeir 22 ára þegar stúlkurnar voru myrtar en eru í dag 65 ára. Mennirnir eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði þeir fundnir sekir.

Voru myrtar í nóvember 1973.
Valerie Janice Lane og Doris Karen Derryberry Voru myrtar í nóvember 1973.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Brynja og Þórhallur selja „hús hamingjunnar“ með söknuði

Brynja og Þórhallur selja „hús hamingjunnar“ með söknuði
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Unglingurinn skoraði sjö mörk fyrir Arsenal

Unglingurinn skoraði sjö mörk fyrir Arsenal
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Stimplaði sig inn klukkan 9: Yfirmaðurinn allt annað en sáttur – Hvor hefur rétt fyrir sér?

Stimplaði sig inn klukkan 9: Yfirmaðurinn allt annað en sáttur – Hvor hefur rétt fyrir sér?
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum