fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Tíu ár í dag síðan Natascha Kampusch slapp: Dvelur í húsi mannræningjans um helgar

Natascha Kampusch var haldið fanginni í rúm átta ár – Var rænt þegar hún var á leið í skólann

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. ágúst 2016 20:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag, þann 23. ágúst 2016, eru liðin tíu ár síðan hin austurríska Natascha Kampusch slapp úr haldi mannræningja síns, Wolfgang Priklopil. Mál Natöschu vakti mikla athygli á sínum tíma enda átti mál hennar sér fáar hliðstæður á þeim tíma. Natascha var í haldi Wolfgangs í rúm átta ár þar sem hún mátti þola líkamlegt og andlegt ofbeldi.

Nýtti tækifærið þegar síminn hringdi

Þýska blaðið Bild ræddi við Natöschu um þessi tímamót og lýsti hún því meðal annars í viðtalinu hvernig hún slapp úr haldi Wolfgangs. Natascha var tíu ára gömul þegar henni var rænt á leiðinni í skólann. Þetta var þann 2. mars árið 1998 og spurðist ekkert til hennar fyrr en rúmum átta árum síðar. Þá var Natascha orðin átján ára.

Hún sá sér leik á borði þegar Wolfgang fékk hana til að ryksuga og þrífa BMW-bifreið sína. Hringt var í síma Wolfgangs og vegna hávaðans í ryksugunni brá Wolfgang sér frá. Það var þá sem Natascha ákvað að flýja og hljóp hún eins og fætur toguðu að húsi í nágrenninu þar sem íbúi hringdi á lögreglu.

Henti sér fyrir lest

Natascha var við bærilega heilsu þegar hún fannst. Hún vó þó aðeins 48 kíló en vó 45 kíló þegar henni var rænt, tíu árum áður. Áður en lögreglu tókst að handsama Wolfgang henti hann sér fyrir lest í nágrenni við heimili sitt og lést. Áður hafði hann sagt Natöschu að kæmi til þess að hún slyppi myndi lögregla ekki ná honum lifandi.

Natascha er í dag 28 ára gömul og mörgum kann eflaust að koma það spánskt fyrir sjónir að vita til þess að Natascha býr að hluta til í húsinu sem Wolfgang átti, því sama og hún dvaldi í meðan á prísundinni stóð. Í umfjöllun Bild kemur til að Natascha dvelji í húsinu um helgar. Afi Wolfgangs byggði það eftir síðari heimsstyrjöldina og á tímum kalda stríðsins grófu afi hans og faðir kjallarann sem Natascha dvaldi lengstum í. Eftir andlát ömmu hans árið 1984 eignaðist Wolfgang húsið.

Lífið verður aldrei samt

Eftir dauða Wolfgangs keypti Natascha húsið og árið 2010 sagði hún í viðtali að hún hafi ákveðið að festa kaup á því það ætti svo stóran sess í lífi hennar. Þess má þó geta að búið er að fylla upp í kjallara hússins.

Þó að tíu ár séu liðin síðan Natascha slapp verður líf hennar aldrei aftur samt. Talið er að hún hafi þénað fleiri hundruð milljónir króna vegna viðtala, bókaskrifa og kvikmynda sem gerðar hafa verið um líf hennar. Hún reyndi að hefja nám á nýjan leik en hætti námi stuttu eftir að hún byrjaði. Hún viðurkenndi í viðtalinu við Bild að hún ætti erfitt með samskipti við fólk og líði best þegar hún er ein. Eftir að hún slapp gerði hún sér vonir um að eignast börn en í dag langar hana það ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum