fbpx
Þriðjudagur 20.janúar 2026
Fréttir

„Tökum ekki sénsa með börnin okkar, hlutirnir reddast nefnilega ekki alltaf“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. júlí 2019 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Minnst sextán börn smituðust af e.coli eftir heimsókn á bæinn Efstadal II í Bláskógabyggð. Á bænum geta gestir keypt sér mjólkurís og gætt sér á honum fyrir framan kýrnar sem mjólkin í ísnum kom úr. Þar hefur einnig verið hægt að klappa kálfum. Af þessum 16 börnum hafa þrjú veikst alvarlega. Tvö eru á batavegi en eitt þeirra, fimm mánaða drengur, er þungt haldið. Eigendur Efstadal II segjast miður sín yfir málinu og að gripið hafi verið til heilmikilla aðgerða á bænum. Lokað var á aðgang að dýrum og framleiðsla stöðvuð. Veitingastaðnum var þó ekki lokað, og áfram er tekið á móti gestum og sögðu eigendur að ekki væri hættulegt að sækja bæinn heim. Þetta reddast hefur lengi verið vinsælt stef meðal Íslendinga. Sóttvarna- og landlæknir hafa gefið út að grunur leiki á að smitið hafi borist með ís, en gæti líka hafa borist með snertingu við kálfana. Af hverju ekki að loka staðnum, rétt á meðan rannsóknir fara fram? Til hvers að taka sénsinn, jafnvel þótt hann sé minniháttar, á að fleiri börn leggist alvarlega veik inn á sjúkrahús. Hagnaðartap af því að loka í vikur eða tvær getur ekki mögulega vegið þyngra en líf og heilsa þeirra barna sem sækja bæinn heim. Tökum ekki sénsa með börnin okkar, hlutirnir reddast nefnilega ekki alltaf.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sendur til Íslands gagngert til þess að selja fíkniefni – Sagði „einhvern mann“ í miðbænum hafa gefið sér bíl

Sendur til Íslands gagngert til þess að selja fíkniefni – Sagði „einhvern mann“ í miðbænum hafa gefið sér bíl
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jón Pétur Zimsen: „Aðeins 2% nemenda skilja flókna texta, 98% skilja þá ekki“

Jón Pétur Zimsen: „Aðeins 2% nemenda skilja flókna texta, 98% skilja þá ekki“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kona ákærð fyrir hættulega líkamsárás inni á Exit

Kona ákærð fyrir hættulega líkamsárás inni á Exit
Fréttir
Í gær

Yfir eitt hundrað tilnefningar til Viðurkenninga FKA

Yfir eitt hundrað tilnefningar til Viðurkenninga FKA
Fréttir
Í gær

Minnst 39 látnir eftir slysið á Spáni – Sérfræðingar sagðir afar undrandi

Minnst 39 látnir eftir slysið á Spáni – Sérfræðingar sagðir afar undrandi