Fimmtudagur 04.mars 2021
Leiðari

Hegðun hálfvitanna

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 29. mars 2020 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fauk í Víði Reynisson á daglegum upplýsingafundi Almannavarna, Sóttvarnarlæknis og Landlæknis í vikunni. Ástæðan? Jú, Víði blöskraði hvernig Íslendingar höguðu sér í hertu samkomubanni. Sagði hann marga ekki taka þetta alvarlega. Líklegast í fyrsta sinn sem almenningur hefur séð þennan nýjasta hálfguð landsins virkilega pirraðan.

Þótt ég sé ekki hlynnt því að láta embættismenn lesa mér pistilinn þá fannst mér nokkuð gott hjá Víði að skipta svo greinilega skapi. Það er nefnilega algjörlega óþolandi hve litla virðingu sumir bera fyrir öðrum. Það er ekki aðeins óþolandi heldur getur það einnig verið hættulegt, þó ekki eingöngu vegna smithættu.

Ég þekki allavega tvær manneskjur sem gortuðu sig af því við komu til landsins að hafa lagt lykkju á leið sína til að sleppa við sóttkví. Í ræktinni, áður en hert samkomubann skall á, heyrði ég hóp af konum tala fjálglega um að þær vissu ekki hvort þær ættu að mæta strax til vinnu þar sem þær væru nýkomnar frá hættusvæði. Svo eru það grasasnarnir sem anda ofan í hálsmálið á manni í matvöruverslunum, fábjánarnir sem maður mætir í göngutúrum sem víkja ekki til að virða tveggja metra regluna, þorskhausarnir sem fara ekki eftir einföldum reglum og halda mannmörg partí í heimahúsum.

Við erum samt ekki öll Almannavarnir eins og þetta þreytandi slagorð, sem framleitt var á rándýrum hugarflugsfundi á auglýsingastofu, reynir að sannfæra okkur um. Almannavarnir eru Almannavarnir. Við erum bara við. Við eigum að nota heilbrigða skynsemi og fara eftir reglunum, því eins og Víðir sagði réttilega þegar hann stökk upp á nef sér – þetta er ekkert grín. Þetta er dauðans alvara. Við eigum að virða persónurými hvers og eins og reyna, á þessum einkennilegu tímum, að setja okkur í spor annarra. Fjölmargir glíma við heilsukvíða, hafa áhyggjur af ástvinum með undirliggjandi sjúkdóma eða vilja einfaldlega standa sig vel fyrir samfélagið. Þvo hendur vel og vandlega, spritta, þrífa heimilið hátt og lágt, leyfa bara einum úr fjölskyldunni að fara út í búð, halda sig í að minnsta kosti tveggja metra fjarlægð frá fólki og bjóða ekki fólki heim til sín. Þetta er hins vegar allt fyrir bí þegar þöngulhausarnir mæta á svæðið og nánast sleikja mann frá toppi til táar.

Ég veit um nokkra nálægt mér sem hafa nánast misst þolinmæðina gagnvart fábjánunum. Næstum því misst stjórn á skapi sínu. Næstum því slegið frá sér. Ekki furða, enda er þráðurinn ansi stuttur þegar allt er lokað og engir mega hittast. Þess vegna segi ég að þessi hegðun hálfvitanna er ekki aðeins hættuleg vegna smithættu heldur getur hún orðið til þess að til handalögmála kemur. Þegar sprengiþráðurinn er orðinn jafn stuttur og raun ber vitni hjá ansi mörgum í samfélaginu í dag þá getur farið illa.

Ég vil því biðla til fábjánanna, hálfvitanna, þöngulhausanna og þorskhausanna að gyrða sig í brók og læra einfalda mannasiði, fyrir sig og hina. Þeir eru ekki Almannavarnir en þeir geta hætt að vera svona djöfulli óbærilegir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ók um á druslu og bjó á stúdentagörðum með 18 milljónir á viku

Ók um á druslu og bjó á stúdentagörðum með 18 milljónir á viku
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Háð fullnægingum og fær þær hvar sem er – „Metið mitt er 18 og ég hef misst meðvitund“

Háð fullnægingum og fær þær hvar sem er – „Metið mitt er 18 og ég hef misst meðvitund“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Öflugur jarðskjálfti í morgun en enginn órói í bili

Öflugur jarðskjálfti í morgun en enginn órói í bili
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Einföld regla sem karlar þurfa að fylgja til að slá í gegn á fyrsta stefnumóti

Einföld regla sem karlar þurfa að fylgja til að slá í gegn á fyrsta stefnumóti
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Eurovisionhneyksli ársins – „Móðgun við eyru okkar og sál“

Eurovisionhneyksli ársins – „Móðgun við eyru okkar og sál“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Jörð hefur skolfið í alla nótt en ekkert bólar á gosi

Jörð hefur skolfið í alla nótt en ekkert bólar á gosi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Spænski bikarinn: Barcelona komst áfram eftir að hafa verið sekúndum frá því að falla úr leik

Spænski bikarinn: Barcelona komst áfram eftir að hafa verið sekúndum frá því að falla úr leik
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Var heimilislaus en þénaði svo 200 þúsund krónur á helgi – Þetta gerði hann

Var heimilislaus en þénaði svo 200 þúsund krónur á helgi – Þetta gerði hann