fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Leiðari

Þegar ég var kynskiptingur í fangelsi fyrir að kúga ráðherra

Tobba Marinósdóttir
Laugardaginn 23. maí 2020 13:44

Tobba Marinós Mynd: Íris Ann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðari eftir Tobbu Marinós - birtist í DV 22. maí 2020

 

DV birtir oft umdeildar fréttir. Það er hluti af starfi okkar. Að gelta þegar grunsamleg lykt berst. Kalla til athygli og athugunar.

Við slíkar fréttir logar oft athugasemdakerfið. Oft svo að ritstjórnin lokar fyrir kommentakerfið, til að koma í veg fyrir ómálefnalegar og níðandi athugasemdir. Það er magnað að fylgjast með sýrunni sem vellur upp úr fólki á kostnað annarra. Eins og það gleymist að það er frekar líklegt að sá sem hatursorðræðan beinist gegn lesi hana. Vegalengdirnar eru engar á veraldarvefnum. Eitt klikk og sjálfsmyndin getur mölvast við lestur athugasemda, sé fólk ekki með breitt bak eða undirbúið undir árás.

Samfélagsmiðlarnir eru annað dæmi um þessa nálægð. Ég man þegar ég sá komment við mynd af mér á Facebook, en undir henni stóð: „Oj. Mér finnst hún alltaf svo skrítin. Er hún kynskiptingur?“
Ég starði lengi á athugasemdina. Það toguðust alls konar tilfinningar á í mér.

Er ég oj?
Skrítin, já.
Kynskiptingur, nei.
Og af hverju er kynskiptingur niðrandi?

Ég lækaði athugasemdina til þess að minna höfundinn á að ég er líka með internet, þó að ég sé oj.

Fyrir stuttu sá ég umræðu um mig þar sem spurt var: „Er hún ekki í fangelsi fyrir að kúga Sigmund Davíð?“
Ahh, elsku Ísland með hálfu sögurnar sínar.

Það fer mjög mikill tími okkar blaðamanna í að elta hálfsagðar sögur á borð við þessar, þar sem ég er kynskiptingur á leið í fangelsi fyrir að kúga ráðherra. Fyrir nokkrum árum fékk ég svo símtal frá fjölmiðli þar sem mér var óskað til hamingju með að vera ólétt eftir þekktan, giftan fjölmiðlamann. Það fannst mér fyndið. Eiginmaður minn hló mikið og sagðist skyldu ala barnið upp sem sitt eigið.

En sjáðu til, að taka símtalið er svo þakklátt. Eðlilegt að spyrja, ef hugsanleg frétt er að baki. Það er þessi nálægð við aftökusveitina í gegnum samfélagsmiðla og athugasemdakerfi sem þarf að hafa í huga. Þegar síminn er ekki tekinn upp og málin rædd, heldur lyklaborðið hamrað með hálfsagðar sögur í fingrunum.

Athugasemdakerfið er góð viðbót við fjölmiðil og þar á að geta blómstrað umræða, uppbyggileg og gagnrýnin. Skítkast er afþakkað. Skítadreifarar verða bannaðir með tilheyrandi „block“ aðferðum, sem gera þeim ókleift að taka þátt í athugasemdakerfinu. Gangi það ekki verður kerfinu lokað.

Það er synd og skömm að fullorðið fólk geti ekki stillt sig um að fá opinberlega hatursuppköst.

Aðgát skal höfði í nærveru sálar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Chelsea ætlar ekki að blanda sér í baráttuna

Chelsea ætlar ekki að blanda sér í baráttuna
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Markavél á leið í Skírisskóg

Markavél á leið í Skírisskóg
Eyjan
Fyrir 18 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?