fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Leiðari

Stofnun upp á punt

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 7. apríl 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þessari viku, líkt og þeirri síðustu, hefur DV fjallað um ástandið á Fiskistofu. Sú umfjöllun mun halda áfram enda hafa fjölmörg mál komið þar upp sem sýna fram á glundroða og slæma meðferð á fjármunum ríkisins. Skattfénu okkar.

DV hefur rætt við fjölmarga starfsmenn, fyrrverandi og núverandi, sem allir hafa haft misgott að segja um stofnunina og stjórnunina þar. Hér er ekki um neitt smábatterí að ræða. Fiskistofa er 60 manna vinnustaður sem á að sjá um eftirlit með mestu auðlind landsins. Dæmin sýna sögu og þau eru mýmörg. Yfirmönnum virðist meira annt um að Fiskistofa verði stofnun ársins í könnun hjá SFR en að hún nái að uppfylla skyldur sínar.

Nýverið var sett á laggirnar fjölskipuð verkefnastjórn og samráðshópur til að bregðast við svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Svo fjölskipuð að sennilega verður hver höndin upp á móti annarri og afraksturinn enginn. Bara enn ein rándýr skýrsla.

Vandræði stofnunarinnar ná mörg ár aftur í tímann. Allt keyrði svo um þverbak við flutning höfuðstöðvanna til Akureyrar. Þá ábyrgð bera Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson. Hafði flutningurinn skelfileg áhrif á bæði starfsmannamálin og fjármálin eins og DV hefur greint frá. Vinnustaðasálfræðingar og lögfræðingar hafa verið fengnir til þess að greiða úr málum. Kergjan, biturðin og vantraustið er allt umlykjandi. Þar að auki finnst starfsfólki störf sín tilgangslaus og missir þar með metnaðinn. Einn viðmælandi hafði á orði að stofnunin væri upp á punt.

Það sem er gegnumgangandi í máli Fiskistofu er vanvirðingin fyrir hinu opinbera fé. Að til sé endalaus gullpottur sem hægt sé að stinga krumlunni í og sækja dagpeninga, ferðapeninga, starfslokagreiðslur og fleira. Fyrir eina deildarstjórastöðu eru búnar til tvær og þær fluttar hvor á sinn landshlutann. Svo ferðast hinir nýju deildarstjórar sífellt á milli.

Vel getur verið að ástandið sé svipað hjá einhverjum öðrum stofnunum. Árið 2017 fjallaði DV um óboðlegt ástand hjá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Líkt og hjá Fiskistofu fór þar allt á annan endann eftir mislukkaða sameiningu. Sameiningu sem stjórnmálamenn ákváðu. Vart verður því þó trúað að ástandið geti nokkurs staðar verið verra en hjá Fiskistofu.

Þó að stjórnmálamenn beri mikla ábyrgð með sínum glæfralegu og vanhugsuðu aðgerðum þá verða núverandi yfirmenn stofnunarinnar, Eyþór Björnsson fiskistofustjóri og sviðsstjórar, einnig að taka gagnrýnina til sín. Taka verður starfsemina í gegn frá A til Ö með aðstoð utanaðkomandi aðila, þá ekki fjölskipuðu pólitísku batteríi heldur fámennu og samhentu liði kunnáttufólks í greininni. Það er ekki í lagi að fara með almannafé eins og matadorpeninga og starfsfólk eins og peð á skákborði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valdi Stielike í draumaliðið en ekki Ronaldo

Valdi Stielike í draumaliðið en ekki Ronaldo
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“

Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Varpa ljósi á óhugnanlegan spádóm Nostradamusar fyrir árið 2026

Varpa ljósi á óhugnanlegan spádóm Nostradamusar fyrir árið 2026
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis